Fjárlög 2003

Fimmtudaginn 28. nóvember 2002, kl. 14:54:24 (1878)

2002-11-28 14:54:24# 128. lþ. 39.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., umhvrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 128. lþ.

[14:54]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir):

Virðulegur forseti. Sú upphæð sem er til ráðstöfunar, án þeirrar hækkunar sem hér er lögð til, mun duga miðað við þær framkvæmdir sem hafa verið í ár. Yfirstandandi er úttekt á því hvort gera þurfi einhverjar sérstakar breytingar til að koma til móts við önnur sveitarfélög. En fjölmörg sveitarfélög eru búin með þessar framkvæmdir og ég hygg að um 70% landsmanna búi í sveitarfélögum sem hafa forgangsraðað þannig að þetta verkefni er búið hjá þeim. Einstök sveitarfélög búa við mjög ankannalegar aðstæður landfræðilega séð vegna þessara mála og við munum sjá þegar úttektin kemur til okkar, trúlega á næsta ári, hvort það þurfi að skoða þetta eitthvað frekar. En þessi mál eru í ágætisfarvegi.