Kræklingarækt

Mánudaginn 02. desember 2002, kl. 15:22:08 (1925)

2002-12-02 15:22:08# 128. lþ. 43.1 fundur 286#B kræklingarækt# (óundirbúin fsp.), sjútvrh.
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 128. lþ.

[15:22]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen):

Herra forseti. Það er mjög ánægjulegt að heyra það hjá hv. þm. að hann telur að við höfum stutt rækilega við þorskeldið. En ég vil gjarnan gera betur í þeim efnum. Fjármunirnir eru takmarkaðir og ég tel þess vegna að fjármununum sé betur varið í að styrkja þorskeldið en kræklingaræktina. Ef við hefðum hins vegar óendanlega fjármuni til þessara hluta þá má auðvitað segja að frá náttúrufræðilegu sjónarmiði sé kræklingarækt áhugaverð líka. En ég held að hún skapi okkur miklu minni möguleika en eldi á öðrum sjávardýrum. Það er bara svo í henni veröld að maður verður að velja og hafna, eins og í þessum tilfellum. Við þurfum að nota peningana þar sem þeir nýtast okkur best.