Fjáraukalög 2002

Fimmtudaginn 05. desember 2002, kl. 10:37:53 (2121)

2002-12-05 10:37:53# 128. lþ. 47.1 fundur 66. mál: #A fjáraukalög 2002# frv., Frsm. meiri hluta ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 128. lþ.

[10:37]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Ólafur Örn Haraldsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Gísli S. Einarsson segir að sá sem hér stendur kannist ekki við þau atriði sem þingmaðurinn gerði að umræðuefni. Það er að sjálfsögðu engin leið í örstuttu svari hvorki að minnast á þau efnisatriði sem hann gat um né fara ofan í þann lista sem hv. þm. hefur hjá sér og ég hef ekki. Ég fullyrði eingöngu að við höfum skoðað einstaka fjárlagaliði hvað snertir óskir um fjárveitingar við fjáraukalögin og komist að þeirri niðurstöðu að við höldum okkur fyllilega innan lagarammans. Ég er hins vegar sammála hv. þingmanni um að á hverjum tíma er nauðsynlegt að fara yfir vinnulag og einstök atriði og tek undir þau almennu sjónarmið hans að það er full ástæða til að halda mjög þétt utan að því að fjáraukalög séu ekki nýtt til að bregðast við einhverju sem hefði átt að gerast í fjárlagagerð hvers árs.