Fjáraukalög 2002

Fimmtudaginn 05. desember 2002, kl. 12:01:05 (2142)

2002-12-05 12:01:05# 128. lþ. 47.1 fundur 66. mál: #A fjáraukalög 2002# frv., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 128. lþ.

[12:01]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það var kannski svolítið seint í rassinn gripið en verður þó að gefa mönnum prik fyrir viðleitnina. Hins vegar er það ekki að sýna sig að mikið gerist í framhaldi af þessu. Ég sé ekki að það bóli á stórkostlegum framlögum sem hægt væri að líta á sem mótvægisaðgerðir við þessu öllu saman. Ég tel að ríkisstjórnin þurfi aldeilis að taka sig á ef ekki á að koma upp ástand sem erfitt verður að búa við og veikir þessar byggðir enn frekar sem ekki njóta góðs af því sem ríkisstjórnin hefur verið að ákveða á undanförnum missirum.

Þessi stefna er bara í eina átt. Hún stefnir í austur. Það er engin stefna í vestur. Hv. þm. hlýtur eðlilega að hafa áhyggjur af því. Enda kemur það fram í kveini hans og kvörtunum við þessa umræðu.