Fjárlög 2003

Fimmtudaginn 05. desember 2002, kl. 17:03:36 (2220)

2002-12-05 17:03:36# 128. lþ. 47.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 128. lþ.

[17:03]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég held að það hafi komið alveg skýrt fram í ræðu minni áðan að þetta er vegna aukinna tekna í landinu. Það er miklu meiri hagvöxtur í landinu. (Gripið fram í.) Þessu landi hefur aldrei verið betur stjórnað, hv. þm. Lúðvík Bergvinsson. (LB: 45% af meiru ... er miklu meira en 35% af ...) Er hv. þm. að tala við annan þingmann hér úti í sal? (LB: ... fá nein svör ...) Ég er að reyna að svara hv. þm.

Að öðru leyti tel ég, eins og ég sagði áðan, að með lækkun skatta á fyrirtæki séum við samt að innheimta meiri tekjur í ríkissjóð en verið hafa og það sýnir sig bara að ... (LB: Þetta eru tölur frá fjmrn.) Já, þetta eru tölur frá fjmrn. (Gripið fram í.) Hv. þm. ætti nú að reyna að hemja skap sitt þó rauðhærður sé. Ég bara endurtek aftur sem ég sagði að ástæðan fyrir þessu er að hér er bara miklu meiri hagvöxtur og miklu meira fjármagn í gangi í landinu og þess vegna innheimtir ríkissjóður meira fé.