Póstþjónusta

Þriðjudaginn 10. desember 2002, kl. 23:43:00 (2446)

2002-12-10 23:43:00# 128. lþ. 50.21 fundur 257. mál: #A póstþjónusta# (EES-reglur) frv. 136/2002, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 128. lþ.

[23:43]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hygg að það sé alveg rétt að ýmislegt sem sneri að félagslegum réttindum fólks, t.d. aldurstengdum réttindum svo sem afsláttur af símagjöldum, hefur horfið með hlutafélagavæðingunni. Í raun og veru eru réttindi fólksins lakari en þau voru meðan þetta var í eigu ríkisins og meðan þetta var samrekið. Það er auðvitað hin kalda stefna einkavæðingarinnar. Réttindi sem menn hafa búið til, félagsleg réttindi, falla yfirleitt dauð með einkavæðingu.