Innflutningur dýra

Fimmtudaginn 12. desember 2002, kl. 23:05:54 (2683)

2002-12-12 23:05:54# 128. lþ. 55.10 fundur 465. mál: #A innflutningur dýra# (innflutningur svína) frv. 153/2002, Frsm. DrH (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 128. lþ.

[23:05]

Frsm. landbn. (Drífa Hjartardóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um breytingu á lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra, með síðari breytingum.

Sú breyting sem lögð er til á lögunum snýr að innflutningi á svínum og erfðaefni þeirra. Með breytingunni er verið að stytta einangrunarferli og flýta því að hægt sé að hagnýta hér á landi erfðaframfarir í svínarækt. Eftir sem áður er innflutningur háður meðmælum yfirdýralæknis og flutningur út úr einangrunarstöð er einnig háður leyfi yfirdýralæknis.