Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 261. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 277  —  261. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um verðmæti íbúðarhúsnæðis árin 1991 og 2000.

Frá Örlygi Hnefli Jónssyni.



     1.      Hvert var verðmæti alls íbúðarhúsnæðis í einstökum
                  a.      kjördæmum,
                  b.      sýslum,
                  c.      kaupstöðum,
        miðað við meðalverð á fermetra samkvæmt kaupsamningum, árið 1991 annars vegar og árið 2000 hins vegar og hver er mismunurinn í krónum talið og hundraðshlutum?
     2.      Hvert var virði alls íbúðarhúsnæðis landsmanna árið 1991 annars vegar og árið 2000 hins vegar?
     3.      Ef verðlag íbúðarhúsnæðis utan Reykjavíkur hefði fylgt þróun íbúðarverðs í Reykjavík 1991–2000, hversu verðmeira væri þá allt íbúðarhúsnæði utan Reykjavíkur samanlagt og sundurliðað eftir
                  a.      kjördæmum,
                  b.      sýslum,
                  c.      kaupstöðum?


Skriflegt svar óskast.