Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 379. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 432  —  379. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um ættleiðingar.

Frá Ísólfi Gylfa Pálmasyni.



     1.      Hvaða skilyrði þurfa foreldrar að uppfylla til þess að fá útgefið forsamþykki til ættleiðingar barna?
     2.      Geta einstaklingar fengið að ættleiða börn?
     3.      Geta hjón fengið að ættleiða börn ef annað þeirra hefur átt við veikindi að stríða en hitt er talið fullkomlega heilbrigt?
     4.      Gilda mismunandi reglur um ættleiðingu eftir því hvort barnið er íslenskt eða af erlendu bergi brotið?
     5.      Telur ráðherra að fullkomið jafnrétti ríki við ættleiðingu barna á Íslandi?