Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 464  —  1. mál.




Nefndarálit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 2003.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar.



    Störf nefndarinnar við afgreiðslu frumvarpsins hafa verið með hefðbundnum hætti. Nefndin hóf störf 23. september sl. og átti viðtöl við fulltrúa sveitarfélaga sem gerðu henni grein fyrir erindum sínum. Þá hefur nefndin kallað fyrir fulltrúa ráðuneyta og einstakra stofnana.
    Samkvæmt 2. mgr. 25. gr. þingskapa getur fjárlaganefnd vísað til annarra fastanefnda þeim þáttum fjárlagafrumvarpsins sem fjalla um málefnasvið þeirra. Með bréfi, dags. 8. október sl., óskaði nefndin eftir álitum fastanefnda þingsins um frumvarp til fjárlaga, þ.e. þá þætti er varða málefnasvið einstakra nefnda. Nefndirnar hafa skilað álitum og eru þau birt sem fylgiskjöl með nefndarálitinu eins og fyrir er mælt í þingsköpum.
    Frá því að nefndin hóf störf við afgreiðslu frumvarpsins hefur hún haldið 30 fundi og átt viðtöl við fjölmarga aðila.
    Nefndin hefur lokið afgreiðslu flestra þeirra erinda sem henni bárust, svo sem skiptingu fjárfestingarliða. Breytingartillögur þær sem eru til umfjöllunar við 2. umræðu nema samtals 4.341,1 m.kr. til hækkunar á sundurliðun 2.
    Meiri hluti nefndarinnar þakkar fulltrúum stjórnarandstöðunnar í nefndinni fyrir mjög gott samstarf. Þá hefur nefndin notið aðstoðar Ríkisendurskoðunar og fjármálaráðuneytis. Einnig hafa einstök ráðuneyti veitt nefndinni upplýsingar og aðstoð.
    Eins og venja er bíða 3. umræðu afgreiðsla á tekjuhlið frumvarpsins, B-hluti og heimildir skv. 7. gr. Auk þess bíða 3. umræðu ýmis viðfangsefni sem nefndin hefur enn til umfjöllunar.


SKÝRINGAR VIÐ EINSTAKAR BREYTINGARTILLÖGUR


00 Æðsta stjórn ríkisins

        Lagt er til að fjárheimild æðstu stjórnar ríkisins verði aukin um 43,6 m.kr.
201    Alþingi.
        1.01 Alþingiskostnaður.
Gerð er tillaga um 5,9 m.kr. hækkun á liðnum til að leiðrétta fjárveitingu til þingfararkaups og þingfararkostnaðar sem féll niður við vinnslu frumvarpsins.
        1.04 Alþjóðasamstarf.
Lögð er til 2,2 m.kr. hækkun á liðnum. Annars vegar er um að ræða 1,5 m.kr. tímabundið framlag til ársins 2005 til að standa straum af kostnaði við stöðu ritara Norðurskautsnefndarinnar þar sem ákveðið hefur verið að Alþingi leggi til ritara fyrir nefndina næstu þrjú árin og hins vegar 0,7 m.kr. hækkun til að leiðrétta fjárveitingu til þingfararkaups og þingfararkostnaðar sem féll niður við vinnslu frumvarpsins.
        1.06 Almennur rekstur.
Lögð er til 5 m.kr. fjárveiting sem ætluð er til að standa undir útgjöldum við framkvæmd kjarasamnings og auknum þjónustuútgjöldum.
        1.07 Sérverkefni.
Lögð er til 0,5 m.kr. hækkun á styrk til Hins íslenska þjóðvinafélags.
        5.20 Fasteignir.
Lagt er til að veitt verði 15 m.kr. tímabundið framlag í eitt ár til að halda áfram endurbótum í Alþingishúsinu. Gert er ráð fyrir að ljúka endurbótunum í áföngum á nokkrum árum.
        6.01 Tæki og búnaður.
Gerð er tillaga um 5 m.kr. tímabundið framlag til kaupa á húsgögnum og búnaði fyrir þjónustuskála og Alþingishús, svo og til að ljúka ýmsum minni háttar framkvæmdum í húsunum.
620    Ríkisendurskoðun.
        1.01 Ríkisendurskoðun.
Lögð er til 10 m.kr. hækkun frá því sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu vegna aukinna verkefna hjá stofnuninni.

01 Forsætisráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild forsætisráðuneytis verði aukin um 23,9 m.kr.
101    Forsætisráðuneyti, aðalskrifstofa.
        1.01 Yfirstjórn.
Gerð er tillaga um 7,9 m.kr. fjárveitingu vegna kostnaðar við nýtt starf sérfræðings á sviði efnhagsmála, þ.e. launakostnað, launatengd gjöld og starfstengdan skrifstofukostnað.
190    Ýmis verkefni.
        1.91 Til stjórnmálaflokka með hliðsjón af nýrri kjördæmaskipan og breyttum aðstæðum þingmanna af þeim sökum.
Lögð er til 10 m.kr. hækkun á framlagi til stjórnmálaflokka í ljósi breyttra aðstæðna eftir stækkun kjördæma.
201    Fasteignir forsætisráðuneytis.
        1.01 Fasteignir forsætisráðuneytis.
Lagt er til að veitt verði 2,5 m.kr. tímabundið framlag í tvö ár til reksturs íbúðarhúsnæðis fyrir færeyska embættismenn sem koma hingað til lands í starfsþjálfun samkvæmt samkomulagi forsætisráðherra og formanns færeysku landstjórnarinnar. Um er að ræða kostnað við leigu á íbúð í Aðalstræti 12 í Reykjavík auk almenns rekstrarkostnaðar húsnæðisins, svo sem vegna bruna- og öryggiskerfis, hita og rafmagns, áskriftar ljósvakamiðla, sameignar og umsjónar.
241    Umboðsmaður barna.
        1.01 Umboðsmaður barna.
Gerð er tillaga um 3,5 m.kr. hækkun á fjárveitingum til umboðsmanns barna vegna aukinnar starfsemi hjá embættinu.

02 Menntamálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild menntamálaráðuneytis verði aukin um 1.177,2 m.kr.
201    Háskóli Íslands.
        1.02 Rannsóknir og önnur verkefni.
Lagt er til að veitt verði 3 m.kr. framlag til rannsókna á náttúrlegum forsendum fyrir heilsuböðum á Íslandi á vegum Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands í Hveragerði.
        6.50 Byggingarframkvæmdir og tækjakaup.
Lagt er til að veitt verði 310 m.kr. tímabundið framlag til að ljúka framkvæmdum við Náttúrufræðihús í Vatnsmýrinni. Áætlun Háskóla Íslands gerir ráð fyrir að framkvæmdakostnaður við húsið nemi 893 m.kr. á árinu 2003 og 250 m.kr. á yfirstandandi ári, eða samtals 1.143 m.kr. á tveimur árum. Til þess að ljúka megi við bygginguna þarf Happdrætti Háskóla Íslands að taka allt að 700 m.kr. að láni sem er fyrirframgreiddur rekstrarhagnaður til skólans. Í 5. gr. fjárlaga fyrir árið 2002 er heimild til að taka allt að 650 m.kr. lán og er ráðgert að nýta hana á fyrsta ársfjórðungi næsta árs, eins og heimilt er samkvæmt ákvæðum laga um fjárreiður ríkisins. Í frumvarpinu er að auki farið fram á allt að 414 m.kr. lántökuheimild en nú er gert ráð fyrir að hún verði lækkuð í 50 m.kr. við 3. umræðu.
205    Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.
        1.01 Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.
Í frumvarpinu er farið fram á að veittar verði 15 m.kr. til sýningar í Þjóðmenningarhúsinu í tilefni af 30 ára afmæli stofnunarinnar. Nú er gerð tillaga um að framlagið verði veitt í fjáraukalögum fyrir yfirstandandi ár fremur en í fjárlögum fyrir árið 2003 þar sem sýningin hefur þegar verið opnuð. Er því lagt til að framlagið falli niður í fjárlagafrumvarpinu.
208    Örnefnastofnun Íslands.
        1.01 Örnefnastofnun Íslands.
Gerð er tillaga um að veita tímbundið 1 m.kr. framlag til samstarfsverkefnis IWW og Örnefnastofnunar um útgáfu á örnefnamyndum af Íslandi.
299    Háskóla- og rannsóknastarfsemi.
        1.91 Háskólar, óskipt.
Gerð er tillaga um 50 m.kr. hækkun á fjárheimild til háskóla. Þegar reiknilíkan fyrir kennslu í háskólum tók gildi í ársbyrjun 2000 var skorið á tengsl milli framlaga til kennslu og framlaga til rannsókna í skólunum. Síðan þá hefur nemendum fjölgað og útgjöld til kennslu því hækkað. Einnig hafa ákvæði um skiptingu vinnutíma fastra kennara milli kennslu og rannsókna verið felld niður í aðalkjarasamningi. Á sama hátt er ekki kveðið á um skiptingu vinnutíma prófessora í úrskurðum kjaranefndar. Eigi að síður hafa skólarnir sjálfir ýmist ákveðið eða samið um í stofnanasamningum að halda óbreyttri skiptingu vinnutímans milli kennslu og rannsókna. Skólarnir hafa því ekki rofið tengsl milli útgjalda til rannsókna og kennslu. Það hefur leitt til erfiðleika í rekstri þeirra. Mikilvægt er að marka skýra stefnu um rannsóknir með það að markmiði að það fé sem ráðstafað er til rannsókna nýtist sem best, verkefnum sé forgangsraðað og framlög tengist árangri. Lagt er til að veitt verði 50 m.kr. framlag í því skyni.
318    Framhaldsskólar, stofnkostnaður.
        6.95 Tæki og búnaður, óskipt.
Lögð er til 6 m.kr. tímabundin hækkun á liðnum vegna tækjakaupa Menntaskólans á Laugarvatni.
319    Framhaldsskólar, almennt.
        1.11 Sameiginleg þjónusta.
Gerð er tillaga um 35 m.kr. tímabundið framlag í fjögur ár til uppbyggingar á háhraðaneti fyrir framhaldsskóla, 36 símenntunarmiðstöðvar og 25 útibú þeirra á næsta ári. Kemur það til viðbótar við 10 m.kr. fjárheimild sem er ætluð fyrir þetta verkefni í frumvarpinu. Háhraðanetið mun bæði auka flutningsgetu símkerfisins og opna nýjar fjarskiptaleiðir fyrir fámennar byggðir. Miðað er við að kostnaður þátttakenda í netinu verði óháður staðsetningu á landinu og að samið verði um fast verð fyrir efni sem sótt er af internetinu erlendis frá. Áformað er að fara fram á 45 m.kr. á ári til að jafna kostnað þátttakenda í netinu á árunum 2004–2006.
        1.90 Framhaldsskólar, óskipt. Gerð er tillaga um 200 m.kr. hækkun á fjárveitingu til framhaldsskóla af tveimur tilefnum. Í fyrsta lagi er lögð til 100 m.kr. hækkun vegna nemendafjölgunar sem ekki var séð fyrir við gerð frumvarpsins. Nýjar upplýsingar um fjölda ársnemenda á vorönn 2002 og innritana í framhaldsskólana í haust benda til þess að ársnemendur verði nokkru fleiri en forsendur frumvarpsins miðast við. Í öðru lagi er um að ræða endurskoðun á reiknilíkani framhaldsskóla um skiptingu fjárveitinga milli skóla sem veldur því að framlög til sumra skóla lækka en hækka til annarra miðað við líkanið sem lagt var til grundvallar í frumvarpinu. Þetta veldur skólum vanda og er lögð til 100 m.kr. hækkun svo að hægt sé að draga úr neikvæðum áhrifum líkansins.
451    Símenntun og fjarkennsla.
        
Lagt er til að fjárveitingar símenntunarstöðva hækki um 0,5 m.kr. Þannig hækka eftirfarandi liðir um 0,5 m.kr. hver:
         1.21 Símenntunarstöð á Vesturlandi.
        1.22 Fræðslumiðstöð Vestfjarða.
        1.23 Farskóli Norðurlands vestra.
        1.24 Símenntunarstöð Eyjafjarðar.
        1.25 Fræðslumiðstöð Þingeyinga.
        1.26 Fræðslunet Austurlands.
        1.27 Fræðslunet Suðurlands.
        1.28 Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
        1.29 Fræðslu- og símenntunarstöð Vestmannaeyja.
Gerð er tillaga um 9 m.kr. fjárveitingu til símenntunarstöðvar sem ráðgert er að opna í Vestmannaeyjum í byrjun næsta árs.
872    Lánasjóður íslenskra námsmanna.
        1.01 Lánasjóður íslenskra námsmanna.
Lögð er til 130 m.kr. hækkun á fjárveitingu til Lánasjóðs íslenskra námsmanna í C-hluta fjárlaga. Í endurskoðaðri áætlun sjóðsins kemur fram að lánþegum heldur áfram að fjölga og er áætlað að þeir verði u.þ.b. 8.000 á yfirstandandi námsári sem er 21% fjölgun. Er þá gert ráð fyrir að námsmönnum á Íslandi fjölgi um 29% en um 9% erlendis. Í forsendum frumvarpsins er áætlað að útlán sjóðsins nemi 5.020 m.kr. og að lán til skólagjalda verði 307 m.kr. Nú eru útlán hins vegar áætluð 5.930 m.kr., sem er 28% hækkun frá áætluðum útlánum á yfirstandandi ári, og lán til skólagjalda eru áætluð 330 m.kr., sem er 44% hækkun. Framlagsþörf er 49% af útlánum auk framlags vegna rekstrarkostnaðar samkvæmt mati Ríkisendurskoðunar. Af þessum sökum er lögð til hækkun á framlagi í sjóðinn og er þá gert ráð fyrir að nýta einnig á árinu 2003 ónotaðar fjárheimildir frá yfirstandandi ári.
901    Fornleifavernd ríkisins.
        1.01 Fornleifavernd ríkisins.
Lagt er til að 5 m.kr. framlag til stofnunar Fornleifasjóðs sem áætlað er fyrir í frumvarpinu verði millifært yfir á nýtt viðfangsefni á fjárlagalið 02- 999-1.51.
902    Þjóðminjasafn Íslands.
        1.01 Þjóðminjasafn Íslands.
Lögð er til 9 m.kr. hækkun á fjárveitingum til fjarvinnsluverkefna á vegum safnsins. Jafnframt er lögð til 6 m.kr. tímabundin fjárveiting til að vinna að fornleifarannsóknum í Reykholti sem áætlað er að ljúki árið 2003.
        1.10 Byggða- og minjasöfn.
Alls er lögð til 28 m.kr. hækkun á liðnum. Hún skiptist þannig að lögð er til 8 m.kr. tímabundin fjárveiting til áframhaldandi rannsókna og kynningar á verslunarstaðnum á Gásum í Hörgárbyggð á vegum Minjasafnsins á Akureyri og Þjóðminjasafns Íslands, 7 m.kr. tímabundið framlag til endurbóta á Vatneyrarbúð á Patreksfirði, 7 m.kr. tímabundið framlag til að ljúka við endurbætur á Norska húsinu í Stykkishólmi, 3 m.kr. tímabundið framlag til safnahúss í Garðinum og 2 m.kr. tímabundið framlag til bátasafns í Stykkishólmi auk þess sem gerð er tillaga um að veita Byggðasafninu í Gröf í Hrunamannahreppi tímabundið1 m.kr. framlag til skráningar og flokkunar safnmuna.
        6.41 Samgöngusafn Íslands í Skógum undir Eyjafjöllum.
Lögð er til 7 m.kr. tímabundin fjárveiting til Samöngusafnsins.
905    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn.
        1.01 Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn.
Gerð er tillaga um að veita safninu 1,5 m.kr. til stofnunar stjórnmáladeildar innan safnsins.
919    Söfn, ýmis framlög.
        1.10 Listasafn ASÍ.
Lagt er til að framlag til Listasafns ASÍ hækki um 2 m.kr.
        1.41 Galdrasýning á Ströndum.
Gerð er tillaga um 7 m.kr. tímabundna fjárveitingu til að vinna áfram að uppbyggingu Galdrasýningar á Ströndum.
        1.90 Söfn, ýmis framlög.
Lögð er til tímabundin 19,1 m.kr. hækkun á safnliðnum en sundurliðun hans er sýnd í sérstökum yfirlitum IV með breytingartillögum meiri hlutans. 6.22 Sögusetrið á Hvolsvelli. Lögð er til 7 m.kr. tímabundin fjárveiting til frekari uppbyggingar setursins.
        6.23 Hvalamiðstöð á Húsavík.
Gerð er tillaga um 7 m.kr. tímabundið framlag til uppbyggingar Hvalamiðstöðvarinnar.
        6.28 Sögusafnið í Reykjavík.
Lagt er til að safninu verði veitt 7 m.kr. tímabundið framlag til áframhaldandi uppbyggingar safnsins.
        6.29 Endurbygging á Brydebúð.
Lagt er til að veitt verði 3 m.kr. tímabundið framlag til endurbyggingar á Brydebúð.
        6.35 Endurbygging Tryggvaskála á Selfossi.
Gerð er tillaga um 4 m.kr. tímabundið framlag til að ljúka framkvæmdum við endurbyggingu Tryggvaskála.
        6.36 Síldarminjasafnið á Siglufirði.
Gerð er tillaga um 7 m.kr. tímabundið framlag til Síldarminjasafnsins.
        6.38 Safnahús í Neðstakaupstað á Ísafirði.
Lagt er til að veitt verði 6 m.kr. tímabundin fjárveiting til uppbyggingar safnahúss í Neðstakaupstað á Ísafirði.
        6.39 Viðgerð á eikarbátnum Sædísi, Ísafirði.
Lögð er til 3,5 m.kr. tímabundin fjárveiting til áframhaldandi endurbyggingar á eikarbátnum Sædísi.
        6.40 Viðgerð á vélbátnum Gesti, Ísafirði.
Lögð er til 3,5 m.kr. tímabundin fjárveiting til áframhaldandi liðveislu við endurbyggingu á vélbátnum Gesti.
        6.41 Safnahús í Búðardal.
Gerð er tillaga um 7 m.kr. tímabundið framlag til uppbyggingar Safnahúss í Búðardal.
        6.43 Kjarvalsstofa á Borgarfirði eystri.
Lagt er til að veitt verði 4 m.kr. tímabundið framlag til uppbyggingar minningarstofu um Jóhannes Sveinsson Kjarval sem opnuð var sl. sumar.
        6.44 Saltfisksetur Íslands í Grindavík. Lagt er til að veitt verði 7 m.kr. tímabundið framlag til uppbyggingar Saltfisksetursins.
        6.90 Söfn, ýmis stofnkostnaður.
Gerð er tillaga um nýtt viðfangsefni, 6.90 Söfn, ýmis stofnkostnaður, með 45 m.kr. fjárveitingu. Sundurliðun er sýnd í sérstökum yfirlitum IV með breytingartillögum meiri hlutans.
969    Menningarstofnanir, viðhald og stofnkostnaður.
        6.21 Endurbótasjóður menningarstofnana.
Gerð er tillaga um 9 m.kr. tímabundna hækkun á liðnum en sundurliðun hans er sýnd í sérstökum yfirlitum IV með breytingartillögum meiri hlutans.
        6.92 Kaupvangur á Vopnafirði.
Lagt er til að veitt verði 7 m.kr. tímabundið framlag til endurbóta á Kaupvangi.
        6.93 Duushúsin í Reykjanesbæ.
Lögð er til 7 m.kr. tímabundin fjárveiting til endurbóta á Duushúsunum í Reykjanesbæ.
979    Húsafriðunarnefnd.
        6.10 Húsafriðunarnefnd.
Alls er lögð til 39,8 m.kr. hækkun á liðnum. Hún skiptist þannig að lagt er til að veitt verði 7 m.kr. tímabundið framlag til Fríkirkjunnar í Hafnarfirði vegna endurbóta á kirkju safnaðarins við Linnetstíg, 5 m.kr. tímabundið framlag til að halda áfram endurbyggingu gamla kaupfélagshússins í Breiðdalsvík, 5 m.kr. tímabundið framlag til endurbóta á gufubaðinu á Laugarvatni og smíðahúsinu, 5 m.kr. tímabundið framlag til endurbyggingar á gamla félagsheimilinu, Bragganum, á Hólmavík, sem er eina húsið sinnar gerðar og þykir hafa menningarsögulegt varðveislugildi, 4 m.kr. tímabundin fjárveiting til endurbóta á Syðstabæjarhúsinu í Hrísey, 3 m.kr. tímabundið framlag til viðhalds og endurbyggingar við Hellnahelli á Landi, 2 m.kr. tímabundið framlag til endurbóta á Flateyjarkirkju Breiðafirði, 2 m.kr. tímabundið framlag til endurbóta á Pakkhúsinu í Borgarbyggð, 2 m.kr. tímabundið framlag til viðgerðar á Þingeyrarkirkju sem teiknuð var af Rögnvaldi Ólafssyni og byggð á árunum 1909–11, en kirkjan er nú friðuð og var ákveðið að færa hana til upprunalegs útlits eftir því sem kostur er, 2 m.kr. tímabundið framlag til endurbyggingar á Gamla spítala/Gudmanns Minde á Akureyri sem er að líkindum annað elsta tvílyfta húsið sem byggt var á landinu, 1,8 m.kr. tímabundið framlag til endurbyggingar og varðveislu Hraunsréttar í Aðaldal og 1 m.kr. tímabundið framlag til endurreisnar gamla íbúðarhússins að Héðinshöfða á Tjörnesi til upphaflegrar gerðar, en húsið er eitt af fáum steinhlöðnum húsum frá 19. öld og hefur lítið breyst að innan frá aldamótum 1900.
982    Listir, framlög.
         1.27 Tónlist fyrir alla.
Lögð er til 0,5 m.kr. hækkun á fjárveitingum til starfseminnar.
        1.29 Íslenska tónverkamiðstöðin.
Lögð er til 2 m.kr. tímabundin hækkun á framlagi til miðstöðvarinnar til þess að koma gögnum úr safni hennar á tölvutækt form og tryggja þannig mun betri geymslu frumgagna með minni umgengni, auðveldari vinnslu og mun auðveldara aðgengi að tónverkum íslenskra tónskálda fyrir þá sem áhuga hafa, hvar sem er í heiminum.
        1.90 Listir.
Lagt er til að fjárveiting viðfangsefnisins hækki um 10 m.kr. vegna styrkja til ýmissa verkefna sem ekki er áætlað fyrir í frumvarpinu, en þau helstu eru Feneyja- tvíæringurinn 2003, myndlistarsýning í London, Upplýsingamiðstöð myndlistar, Norræn barnaleikhúshátíð á Íslandi 2004 og Myrkir músíkdagar 2003. Jafnframt er gert ráð fyrir nokkru fé til samninga við sveitarfélög á landsbyggðinni um menningarmál.
        6.43 Menningarmiðstöðvar á Austurlandi.
Lagt er til að áfram verði veittur 17 m.kr. stofnstyrkur til menningarmiðstöðva á Austurlandi.
983    Ýmis fræðistörf.
        1.11 Styrkir til útgáfumála.
Lögð er til 5 m.kr. tímabundin hækkun á safnliðnum en sundurliðun hans er sýnd í sérstökum yfirlitum IV með breytingartillögum meiri hlutans.
         1.23 Hið íslenska bókmenntafélag. Lögð er til 4 m.kr. hækkun á styrk til félagsins.
        1.51 Fræða- og þekkingarsetur.
Gerð er tillaga um 10 m.kr. framlag sem skiptist jafnt á milli þekkingarseturs á Austur-Héraði og Fræðaseturs Þingeyinga.
988    Æskulýðsmál.
        1.12 Ungmennafélag Íslands.
Lagt er til að framlag til Ungmennafélags Íslands hækki alls um 20 m.kr. Þar af er 10 m.kr. tímabundið framlag til að halda unglingalandsmót um verslunarmannahelgi árið 2003.
        1.13 Bandalag íslenskra skáta. Lagt er til að rekstrarstyrkur til Bandalags íslenskra skáta hækki um 2 m.kr. vegna aukinna umsvifa landshreyfingarinnar. Jafnframt er lagt til að veittur verði 3 m.kr. styrkur til undirbúnings að stofnun skátaflokka í minni byggðarlögum landsins. Þannig hækka framlög alls um 5 m.kr.
        1.17 Landssamband KFUM og KFUK. Gerð er tillaga um 14 m.kr. hækkun á framlagi. Þar af eru 7 m.kr. ætlaðar til sumarbúða í Vindáshlíð og 5 m.kr. til KFUM og KFUK í Reykjavík.
        1.90 Æskulýðsmál.
Lögð er til 3,3 m.kr. tímabundin hækkun á safnliðnum en sundurliðun hans er sýnd í sérstökum yfirlitum IV með breytingartillögum meiri hlutans.
989    Ýmis íþróttamál.
        1.12 Ólympíunefnd fatlaðra.
Lagt er til að veitt verði 2,5 m.kr. tímabundið framlag til undirbúnings þátttöku Íslands í Ólympíumóti fatlaðra 2004.
        1.14 Íþróttasamband fatlaðra.
Lagt er til að framlag til sambandsins hækki um 2 m.kr. vegna aukinnar starfsemi.
        1.20 Glímusamband Íslands.
Lagt er til að fjárveitingar til sambandsins hækki um 0,5 m.kr. vegna aukins launakostnaðar við glímukynningar í grunnskólum.
        1.21 Skáksamband Íslands.
Lagt er til að styrkur til Skáksambandsins hækki um 1 m.kr. vegna aukinnar starfsemi.
        1.24 Frjálsíþróttavöllur á Sauðárkróki, landsmót ungmennafélaga 2004.
Lögð er til tímabundin 20 m.kr. fjárveiting vegna uppbyggingar fyrir landsmót ungmennafélaga árið 2004 en það verður haldið á Sauðárkróki.
        1.30 Bridgesamband Íslands.
Lögð er til 5 m.kr. hækkun á framlagi til Bridgesambandsins vegna aukinnar starfsemi.
        1.90 Ýmis íþróttamál.
Lögð er til tímabundin 5 m.kr. hækkun á safnliðnum en sundurliðun hans er sýnd í sérstökum yfirlitum IV með breytingartillögum meiri hlutans.
        6.54 Gaddstaðir, reiðskemma. Lagt er til að veitt verði 7 m.kr. tímabundið framlag til framkvæmda við uppbyggingu á Gaddstaðaflötum. Undirritaður hefur verið samningur um að halda Landsmót hestamanna þar sumarið 2004.
        6.56 Skíðamannvirki í Skarðsdal, Siglufirði.
Gerð er tillaga um 7 m.kr. tímabundna fjárveitingu til uppbyggingar skíðasvæðisins í Skarðsdal.
999    Ýmislegt.
        1.51 Fornleifasjóður.
Lagt er til að 5 m.kr. framlag til stofnunar Fornleifasjóðs sem áætlað er fyrir í frumvarpinu á lið 02-901-1.01 verði millifært yfir á þetta viðfangsefni sem er nýtt.
        1.90 Ýmis framlög. Lögð er til 50 m.kr. hækkun á safnliðnum en sundurliðun hans er sýnd í sérstökum yfirlitum IV með breytingartillögum meiri hlutans.

03 Utanríkisráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild utanríkisráðuneytis verði aukin um 46 m.kr.
101    Utanríkisráðuneyti, aðalskrifstofa.
        1.01 Yfirstjórn.
Lagt er til að veitt verði 25 m.kr. tímabundið framlag til ársins 2006. Í byrjun ágúst 2003 tekur Ísland við sæti aðalfulltrúa fyrir kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í stjórn Alþjóðabankans til þriggja ára. Stór hluti af vinnu og undirbúningi fer fram í ráðuneytum kjördæmislandanna og verður það í fyrsta skipti á ábyrgð Íslands að leiða þessa undirbúnings- og samræmingarvinnu fyrir öll Norðurlönd og Eystrasaltsríkin. Endurskoðuð fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að kostnaður vegna þessa verði alls um 120 m.kr. á tímabilinu sem skiptist þannig milli ára að 25 m.kr. falla til á fjárlögum fyrir árið 2003, 35 m.kr. hvort árið 2004 og 2005 og síðan 25 m.kr. árið 2006. Kostnaðurinn felst aðallega í ráðningu fjögurra sérfræðinga, aðkeyptri þjónustu sérfræðinga og talsverðum ferðakostnaði vegna samræmingarstarfsins, bæði vegna samráðs við önnur ríki Norðurlanda og samskipta við skrifstofu kjördæmisins í Washington.
190    Ýmis verkefni.
        1.90 Ýmis verkefni.
Lagt er til að veitt verði 8 m.kr. tímabundið framlag í eitt ár vegna biðlauna í kjölfar niðurlagningar Umsýslustofnunar varnarmála.
201    Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli.
        1.01 Yfirstjórn.
Lögð er til 9 m.kr. fjárveiting vegna flutnings verkefna Umsýslustofnunar varnarmála til sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum 24. september 2002 að leggja niður stofnunina í B-hluta fjárlaga og fela sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli að hafa umsjón með sölu á afgangsvarningi varnarliðsins og varnarliðsmanna. Ráða þarf tvo starfsmenn til embættisins til að vinna umrædd verkefni.
391    Þróunarmál og alþjóðleg hjálparstarfsemi.
        1.15 Sjávarútvegsskóli Sameinuðu þjóðanna.
Lagt er til að veitt verði 4 m.kr. tímabundið framlag í eitt ár vegna námskeiðshalds sérfræðinga skólans fyrir fólk í sjávarútvegi í Víetnam. Fjárveitingin er einnig ætluð til að bjóða fleiri nemendum frá Víetnam að stunda nám við skólann á Íslandi.

04 Landbúnaðarráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild landbúnaðarráðuneytis verði aukin um 182,8 m.kr.
101    Landbúnaðarráðuneyti, aðalskrifstofa.
        1.01 Yfirstjórn.
Lagt er til að veitt verði 7 m.kr. framlag til að fjármagna heilt starf fulltrúa landbúnaðarráðuneytis í Brussel. Landbúnaðarráðuneytið hefur verið með sameiginlegan fulltrúa ásamt iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti en nú er lagt til að fulltrúinn sinni einungis verkefnum á sviði landbúnaðarmála. Sams konar tillaga er gerð um aðalskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og að þar verði einnig fulltrúi í heilu starfi.
190    Ýmis verkefni.
        1.31 Skógræktarfélag Íslands.
Lögð er til 1,3 m.kr. hækkun á rekstrarframlagi Skógræktarfélags Íslands.
        1.90 Ýmis verkefni.
Lögð er til 6,8 m.kr. tímabundin hækkun á safnliðnum en sundurliðun hans er sýnd í sérstökum yfirlitum IV með breytingartillögum meiri hlutans.
283    Garðyrkjuskóli ríkisins.
        5.01 Viðhald.
Lögð er til 3 m.kr. tímabundin fjárveiting til Garðyrkjuskóla ríkisins. Endurbóta er þörf á flestum byggingum skólans og er framlagið hugsað til þess að standa undir kostnaði við þarfagreiningu meðal annars og byrjunarkostnaði við hönnun.
321    Skógrækt ríkisins.
        1.10 Rannsóknastöðin Mógilsá.
Lögð er til 15 m.kr. hækkun á liðnum og er fjárveitingin ætluð til rannsókna á kolefnisbindingu vegna nýskógræktar og á kolefnislosun vegna skógareyðingar í samræmi við Kyoto-bókunina.
331    Héraðsskógar.
        1.10 Skógræktarátak á Fljótsdalshéraði.
Lögð er til 10 m.kr. tímabundin fjárveiting til gerðar gagnagrunns um skógrækt sem er samvinnuverkefni landshlutabundnu skógræktarverkefnanna. Markmiðið er að einfalda og samræma skráningu á gögnum varðandi skógræktarframkvæmdir á landinu og miðla þeim.
343    Landshlutabundin skógrækt.
        1.10 Suðurlandsskógar.
Lögð er til 10,4 m.kr. hækkun á fjárveitingum til Suðurlandsskóga.
        1.13 Vesturlandsskógar.
Lögð er til 16,6 m.kr. hækkun á fjárveitingum til Vesturlandsskóga.
        1.15 Skjólskógar, Vestfjörðum.
Lögð er til 7,2 m.kr. hækkun á fjárveitingum til Skjólskóga.
        1.16 Norðurlandsskógar.
Lögð er til 29,6 m.kr. hækkun á fjárveitingum til Norðurlandsskóga.
        1.17 Austurlandsskógar.
Lögð er til 10,1 m.kr. hækkun á fjárveitingum til Austurlandsskóga.
801    Greiðslur vegna mjólkurframleiðslu.
        1.01 Beinar greiðslur til bænda.
Lögð er til 63,4 m.kr. hækkun á fjárheimild vegna beinna greiðslna til kúabænda. Tillagan tekur mið af samþykkt verðlagsnefndar landbúnaðarafurða frá 1. nóvember 2002 um 3,69% hækkun á grundvallarverði mjólkur sem er heldur meiri hækkun en gert var ráð fyrir í verðlagsforsendum frumvarpsins.
        1.02 Lífeyrissjóður bænda.
Lögð er til 2,4 m.kr. hækkun á fjárheimild vegna lífeyrisiðgjalda af beinum greiðslum til kúabænda. Tillagan tekur mið af samþykkt verðlagsnefndar landbúnaðarafurða frá 1. nóvember 2002 um 3,69% hækkun á grundvallarverði mjólkur sem er heldur meiri hækkun en gert var ráð fyrir í frumvarpinu.

05 Sjávarútvegsráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild sjávarútvegsráðuneytis verði aukin um 21,8 m.kr.
190    Ýmis verkefni.
        1.52 Alþjóðahafrannsóknir (ICES, NAFO, NEAFC, ICCAT).
Lagt er til að veitt verði 2,5 m.kr. framlag vegna þátttöku Íslendinga í Alþjóðatúnfiskráðinu, ICCAT, í samræmi við þingsályktun um aðild að alþjóðasamningi um verndun túnfiska í Atlantshafi sem samþykkt var á Alþingi 29. október sl. Þar af er 2 m.kr. árlegt aðildargjald og 0,5 m.kr. vegna kostnaðar við fundarsetu.
        1.54 Alþjóðahvalveiðiráðið, IWC.
Lagt er til að veitt verði 5,3 m.kr. framlag vegna þátttöku Íslendinga í Alþjóðahvalveiðiráðinu. Þar af er 4,8 m.kr. árlegt aðildargjald og 0,5 m.kr. vegna kostnaðar við fundarsetu. Alþingi ályktaði 10. mars 1999 að hefja skyldi hvalveiðar hið fyrsta hér við land og var ríkisstjórninni falin framkvæmd þingsályktunarinnar..Af Íslands hálfu hefur verið lögð áhersla á þátttöku í alþjóðlegu samstarfi í hvalveiðimálum á vettvangi þeirra alþjóðastofnana sem fjalla um þau mál. Ísland er, ásamt Noregi, Færeyjum og Grænlandi, stofnaðili Norður- Atlantshafssjávarspendýraráðsins (NAMMCO).
        1.90 Ýmislegt.
Lagt er til að veitt verði tímabundið 7 m.kr. framlag í eitt ár til að mæla óæskileg efni eins og díoxin og dioxinlík PCB í fiski. Mikilvægt er að sem bestar upplýsingar liggi fyrir um þessi mál til að útflutningshagsmunir Íslands raskist ekki. Áætlað er að rannsóknin standi yfir í tvö ár og kosti 7 m.kr. árið 2003 og 14 m.kr. árið 2004.
        6.41 Gagnagrunnur um ástand og nýtingu fiskistofna.
Lagt er til að veitt verði tímabundið 7 m.kr. framlag til uppbyggingar á gagnagrunni um ástand og nýtingu fiskistofna við Ísland. Einnig er grunninum ætlað að vera almenningi til upplýsingar um vistkerfi hafsins. Verkefnið er unnið í kjölfar skuldbindinga Íslands á umhverfisráðstefnu í Jóhannesarborg um sjálfbæra þróun. Áætlað er að verkefnið sem verður í umsjá ráðuneytisins og stofnana þess kosti alls 20 m.kr. Þar af er gert ráð fyrir að 7 m.kr. komi til greiðslu á næsta ári og 13 m.kr. á árinu 2004.

06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild dóms- og kirkjumálaráðuneytis verði aukin um 85,1 m.kr.
190    Ýmis verkefni.
        1.47 Íslensk ættleiðing.
Gerð er tillaga um nýtt viðfangsefni, 06-190-1.47 Íslensk ættleiðing, og er lagt til að veitt verði 5 m.kr. framlag til þess.
        1.82 Biblíuþýðingar. Lögð er til 2 m.kr. tímabundin fjárveiting til Hins íslenska biblíufélags til áframhaldandi vinnu við biblíuþýðingar.
232    Opinber réttaraðstoð.
        1.10 Opinber réttaraðstoð.
Lagt er til að veitt verði 16,1 m.kr. fjárheimild vegna umframútgjalda við gjafsóknir. Málum hefur fjölgað verulega á síðustu árum og auk þess hefur meðaltalskostnaður hvers mál hækkað. Ekki er unnt að lækka útgjöldin nema með breyttum lögum sem takmarki rétt einstaklinga til gjafsókna. Útgjöld á síðasta ári reyndust vera um 75 m.kr. og ekki er ástæða til að ætla að útgjöldin verði lægri í ár heldur má gera ráð fyrir að þau hækki enn. Framlag í frumvarpinu er 63,9 m.kr. og er lagt til að sú fjárhæð verði hækkuð í 80 m.kr. Staða á þessum lið er ávallt felld niður um áramót.
303    Ríkislögreglustjóri.
        1.05 Innheimta sekta.
Lagt er til að sektarinnheimtudeild embættis ríkislögreglustjóra verði flutt til sýslumannsembættisins á Hvolsvelli. Við það fellur viðfangsefnið 1.05 Innheimta sekta niður hjá ríkislögreglustjóra og fjárveiting að fjárhæð 22,3 m.kr. flyst til sýslumannsembættisins á viðfangsefni með sama númeri og heiti.
395    Landhelgisgæsla Íslands.
        1.90 Landhelgisgæsla Íslands.
Gerð er tillaga um 24 m.kr. hækkun á fjárheimild stofnunarinnar til að gera tilraun með leigu á skipi Hafrannsóknastofnunarinnar til landhelgisgæslustarfa. Talið er að kostnaður við það verði um 1.200 þús. kr. á sólarhring og að skipið verði leigt 20 daga á ári. Við það er miðað að skipið sé leigt með áhöfn en að um borð verði fjórir menn frá Landhelgisgæslunni og er áætlað fyrir launum þeirra annars staðar.
             Lagt er til að rekstrarfjárveiting hækki um 3 m.kr. til að mæta kostnaði við rekstur nætursjónauka. Þeir voru keyptir með aðstoð fjölmargra aðila á þessu ári en áætlað er að árlegur rekstrarkostnaður sé um 3 m.kr. Notkun nætursjónauka krefst mikillar samhæfingar og þjálfunar áhafnar, bæði í lofti og í flughermi, og er kostnaðurinn aðallega fólginn í aukinni þjálfun starfsmanna auk viðhalds og umsýslu með sjónaukunum.
411    Sýslumaðurinn í Reykjavík.
        1.01 Yfirstjórn.
Lögð er til 8 m.kr. viðbótarfjárveiting til sýslumannsembættisins í Reykjavík vegna mikillar fjölgunar mála. Embættið hefur á síðustu árum þurft að draga saman á öllum sviðum til að mæta auknum kostnaði vegna fjölgunar mála. Er nú svo komið að embættið getur ekki haldið sig innan fjárheimilda án þess að draga verulega úr vinnuframlagi og lengja afgreiðslutíma mála.
431    Sýslumaðurinn á Hvolsvelli.
        1.05 Innheimta sekta.
Lagt er til að sektarinnheimtudeild embættis ríkislögreglustjóra verði flutt til sýslumannsembættisins á Hvolsvelli. Við það fellur viðfangsefnið 1.05 Innheimta sekta niður hjá ríkislögreglustjóra og 22,3 m.kr. fjárveiting flyst til sýslumannsembættisins á viðfangsefni með sama númeri og heiti.
             Lagt er til að framlag vegna innheimtu sekta verði hækkað um 2 m.kr. og er tilefnið tvíþætt. Annars vegar hefur kostnaður við prentun og póstburð hækkað og hins vegar hefur sektarboðum fjölgað.
432
     Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum.
        1.20 Löggæsla.
Lögð er til 2 m.kr. tímabundin fjárveiting til að nota sérþjálfaðan hund til fíkniefnaleitar í Vestmannaeyjum.
491    Húsnæði og búnaður sýslumanna.
        6.14 Húsnæði sýslumanns í Stykkishólmi.
Gerð er tillaga um 5 m.kr. fjárveitingu til byggingar lögreglustöðvar í Ólafsvík. Fyrir liggur tillaga um byggingu og fjármögnun hennar en á síðari stigum var talið rétt að bæta við fangaklefum, svokölluðum biðklefum, en það eru klefar þar sem fangar eru geymdir um skemmri tíma þar til unnt er að flytja þá í fangaklefa í Grundarfirði eða í Stykkishólmi.
        6.34 Húsnæði sýslumanns í Keflavík.
Gerð er tillaga um 15 m.kr. tímabundið framlag í eitt ár til að byggja bílageymslu við lögreglustöðina í Keflavík, auk annarra breytinga á húsnæði lögreglunnar sem leiðir af þeirri byggingu. Vinnueftirlit ríkisins hefur gert athugasemdir við að bílageymsla lögreglubifreiða sé inni í miðri lögreglustöðinni með tilheyrandi mengun. Fyrirhugað er að byggður verði bílskúr fyrir þrjá bíla með þvottaaðstöðu og geymslurými. Auk kostnaðar við þá byggingu þarf að endurinnrétta neðri hæð lögreglustöðvarinnar.
733    Kirkjugarðsgjöld.
        1.11 Kirkjugarðar.
Lagt er til að Kirkjugarðasambandi Íslands verði veitt 3 m.kr. tímabundið framlag til söfnunar og skráningar legstaða- og söguupplýsinga í eldri kirkjugörðum á Íslandi til framsetningar á veraldarvefnum.

07 Félagsmálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild félagsmálaráðuneytis verði aukin um 428,2 m.kr.
302    Ríkissáttasemjari.
        1.01 Ríkissáttasemjari.
Lögð er til 12 m.kr. viðbótarfjárheimild til embættis ríkissáttasemjara. Á árinu 2003 munu kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum renna út og er af þeim sökum gert ráð fyrir að starfsemi hjá ríkissáttasemjara aukist nokkuð.
400    Barnaverndarstofa.
        1.20 Heimili fyrir börn og unglinga.
Lögð er til 12 m.kr. tímabundin fjárveiting til meðferðarheimilisins að Árvöllum vegna fjárhagsvanda þess.
700    Málefni fatlaðra.
        1.90 Ýmis verkefni.
Lögð er til 1 m.kr. tímabundin fjárveiting til þess að hækka styrk foreldra til að annast alvarlega veik börn sín.
703    Málefni fatlaðra, Vesturlandi.
        1.30 Dagvist og verndaðir vinnustaðir.
Lögð er til 2,5 m.kr. tímabundin hækkun á liðnum og er fjárveitingin ætluð Fjöliðjunni á Vesturlandi.
720    Skálatúnsheimilið, Mosfellsbæ.
        1.70 Vistheimilið Skálatúni.
Lögð er til 15 m.kr. hækkun á framlagi til Skáltúns vegna rekstrarvanda heimilisins. Ástæða hans er einkum sú að þörf íbúa heimilisins fyrir þjónustu hefur aukist sem hefur haft í för með sér fjölgun starfsmanna og aukinn launakostnað. Farið er fram á samsvarandi hækkun í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2002.
982    Ábyrgðasjóður launa.
        1.01 Ábyrgðasjóður launa vegna gjaldþrota.
Lagt er til að fjárveiting til Ábyrgðasjóðs launa hækki um 60 m.kr. frá frumvarpinu vegna fjölgunar gjaldþrota. Áætlað er að útgjöld Ábyrgðasjóðs á árinu 2003 verði rúmlega 500 m.kr.
984    Atvinnuleysistryggingasjóður.
        1.11 Atvinnuleysisbætur.
Lögð er til 300 m.kr. hækkun á framlagi til Atvinnuleysistryggingasjóðs frá því sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu í samræmi við spár um atvinnuleysi á árinu 2003. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi verði rúmlega 2,5% samkvæmt spá fjármálaráðuneytis en í frumvarpinu var reiknað með að það yrði um 2,2%.
        1.31 Kjararannsóknarnefnd.
Lagt er til að framlag til nefndarinnar hækki um 5 m.kr. vegna aukinna verkefna sem m.a. felast í samstarfi við Hagstofu Íslands um gerð launakönnunar sem nær til allra höfuðatvinnugreina og starfsgreina á vinnumarkaði. Þá þarf að fara í sérstaka úrvinnslu gagna vegna þátttöku í launakönnunum á Evrópska efnahagssvæðinu.
999    Félagsmál, ýmis starfsemi.
        1.31 Félagasamtök, styrkir.
Lögð er til 12 m.kr. tímabundin hækkun á safnliðnum en sundurliðun hans er sýnd í sérstökum yfirlitum IV með breytingartillögum meiri hlutans.
        1.34 Geysir, vinnumiðlun fyrir geðfatlaða. Lögð er til 1,7 m.kr. hækkun til reksturs Geysis.
        1.36 Félagið Geðhjálp.
Lögð er til 4 m.kr. hækkun á fjárveitingum til Geðhjálpar vegna aukinnar starfsemi.
        1.41 Stígamót.
Gerð er tillaga um að veita 3 m.kr. tímabundið framlag vegna húsnæðisvanda Stígamóta.

08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis verði aukin um 1.572,4 m.kr.
101    Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, aðalskrifstofa.
        1.01 Yfirstjórn.
Lagt er til að veita 8 m.kr. tímabundið framlag til ársins 2004 til að mæta kostnaði við þátttöku Íslands í aðalstjórn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Þátttaka Íslands í aðalstjórninni kallar á aukna vinnu bæði á aðalskrifstofu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og hjá fastanefnd Íslands í Genf.
203    Bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð.
        1.21 Makabætur.
Gerð er tillaga um 22 m.kr. hækkun framlags vegna maka- og umönnunarbóta í samræmi við endurskoðaða áætlun um útgjöld næsta árs.
        1.25 Ekkju- og ekkilsbætur.
Lögð er til 15 m.kr. lækkun á framlagi vegna ekkju- og ekkilsbóta í samræmi við endurskoðaða áætlun um útgjöld næsta árs.
        1.31 Endurhæfingarlífeyrir.
Lögð er til 10 m.kr. hækkun á framlagi vegna endurhæfingarlífeyris í samræmi við endurskoðaða áætlun um útgjöld næsta árs.
        1.41 Heimilisuppbót.
Lögð er til 46 m.kr. lækkun á framlagi vegna heimilisuppbótar í samræmi við endurskoðaða áætlun um útgjöld næsta árs.
        1.51 Uppbætur.
Gerð er tillaga um 317 m.kr. fjárveitingu til að styrkja rekstrargrunn dvalarheimila. Tillagan tekur mið af upplýsingum sem safnað hefur verið saman um rekstrarkostnað dvalarheimila og hvernig hann hefur þróast frá árinu 1999. Í framhaldinu þarf að skýra þátttöku sveitarfélaga í rekstrinum og hve stóran hluta ríkissjóði ber að greiða.
             Einnig er lögð til 88 m.kr. lækkun framlags vegna uppbóta í samræmi við endurskoðaða áætlun um útgjöld næsta árs. Liðurinn hækkar því alls um 229 m.kr.
204    Lífeyristryggingar.
        1.11 Ellilífeyrir.
Lögð er til 112 m.kr. lækkun á framlagi vegna ellilífeyris í samræmi við endurskoðaða áætlun um útgjöld næsta árs.
        1.15 Örorkulífeyrir.
Lögð er til 81 m.kr. hækkun á framlagi vegna örorkulífeyris í samræmi við endurskoðaða áætlun um útgjöld næsta árs.
        1.21 Tekjutrygging ellilífeyrisþega.
Lögð er til 281 m.kr. lækkun framlags vegna tekjutryggingar ellilífeyrisþega. Auknar lífeyrissjóðstekjur og hærra tekjustig í þjóðfélaginu hafa í för með sér að þessi útgjöld verða lægri en ráð var fyrir gert.
        1.25 Tekjutrygging örorkulífeyrisþega.
Lögð er til 29 m.kr. hækkun framlags vegna tekjutryggingar öryrkja í samræmi við endurskoðaða áætlun um útgjöld næsta árs.
        1.26 Tekjutryggingarauki.
Lögð er til 16 m.kr. lækkun framlags vegna tekjutryggingarauka í samræmi við endurskoðaða áætlun um útgjöld næsta árs.
        1.31 Örorkustyrkur.
Lögð er til 47 m.kr. lækkun framlags vegna örorkustyrks í samræmi við endurskoðaða áætlun um útgjöld næsta árs. Með breyttu örorkumati sem tók gildi 1. september 1999, þar sem læknisfræðilegar forsendur liggja nú eingöngu að baki mati, hefur átt sér stað veruleg tilfærsla frá örorkustyrkþegum yfir í örorkulífeyrisþega. Þannig hefur örorkustyrkþegum fækkað og örorkulífeyrisþegum fjölgað.
        1.35 Barnalífeyrir.
Lögð er til 23 m.kr. hækkun á framlagi vegna barnalífeyris í samræmi við endurskoðaða áætlun um útgjöld næsta árs. Fjölgun barna sem barnalífeyrir er greiddur með helst í hendur við fjölgun örorkulífeyrisþega, en barnalífeyrir er ekki tekjutengdur.
206    Sjúkratryggingar.
        1.11 Lækniskostnaður.
Gerð er tillaga um samtals 155 m.kr. fjárheimild til að mæta auknum útgjöldum við lækniskostnað. Á árinu 2003 er áætlað að útgjöld við lækniskostnað verði samtals 3.230 m.kr. Þar af eru 3.050 m.kr. vegna sérfræðilækniskostnaðar og 180 m.kr. vegna rannsókna sem sjálfstætt starfandi sérfræðingar ávísa á og Tryggingastofnun tók að greiða frá 1. september 2001 en áður stóðu sjúkrahúsin undir kostnaðinum.
             Með úrskurði kjaranefndar 15. október 2002 færast greiðslur vegna gjaldskrárverka heilsugæslulækna frá Tryggingastofnun yfir til heilsugæslustöðvanna. Er því lagt til að 177,3 m.kr. fjárheimild falli niður á viðfangsefni 1.11 Lækniskostnaður undir þessum lið fjárlaga en áætlað er fyrir kostnaði heilsugæslustöðva af læknisverkum ásamt öðrum kostnaðarauka af úrskurðinum um kjör heilsugæslulækna í tillögu á liðnum 09-989 Launa- og verðlagsmál. Breyting á liðnum nemur því alls 22,3 m.kr. til lækkunar.
        1.15 Lyf.
Lögð er til 570 m.kr. hækkun á framlagi vegna lyfja á næsta ári í samræmi við endurskoðaða áætlun um útgjöld næsta árs. Við matið er tekið tillit til áhrifa af styrkingu íslensku krónunnar og að svonefnd S-merkt lyf hafa verið flutt til sjúkrahúsa en notkun þeirra lyfja hefur aukist hvað mest undanfarin ár.
        1.21 Hjálpartæki.
Lögð er til 118 m.kr. hækkun á framlagi vegna hjálpartækja í samræmi við endurskoðaða áætlun um útgjöld næsta árs. Útgjöld til þessa málaflokks hafa hækkað mikið síðustu árin og virðist ekkert lát vera á því. Frá 1998 til 2002 er hækkunin samtals 84% þegar útgjöld fyrstu tíu mánuða hvors árs eru skoðuð. Síðustu fjögur árin hafa útgjöldin hækkað um 16% og upp í 26 % á milli ára. Ástæða þykir til að farið verði yfir hvað skýrir þessa miklu útgjaldahækkun og gerð verði könnun á verðþróun hjálpartækja.
301    Landlæknir.
        1.01 Yfirstjórn.
Lagt er til að veitt verði 6,8 m.kr. framlag til að mæta auknum kostnaði við nýtt leiguhúsnæði embættisins. Hækkun húsaleigu er áætluð 6 m.kr. á ári og gert er ráð fyrir að viðbótarkostnaður við rafmagn, hita og ræstingu verði 0,8 m.kr. á ári.
373    Landspítali – háskólasjúkrahús.
        1.01 Landspítali – háskólasjúkrahús.
Lögð er til 700 m.kr. hækkun til að styrkja rekstrargrunn sjúkrahússins. Þar af eru 20 m.kr. vegna aukinna ferliverka. Verulegur halli er á rekstrinum og stefnir að óbreyttu í áframhaldandi halla á næsta ári miðað við sama umfang starfseminnar. Hallinn kemur að verulegu leyti fram í öðrum rekstrargjöldum og virðist sem spítalanum hafi tekist að fækka starfsfólki og draga úr yfirvinnu á móti launakostnaði við aðlögunarsamninga. Kostnaður við lyf og lækninga- og hjúkrunarvörur hefur aukist mun meira en hægt er að skýra með verðlags- og tæknibreytingum. Er því mikilvægt að þessir rekstrarþættir verði teknir fastari tökum en verið hefur.
379    Sjúkrahús, óskipt.
        1.01 Óskipt framlag til reksturs sjúkrahúsa.
Lagt er til að veitt verði 20 m.kr. framlag til að hefja rekstur hvíldar- og endurhæfingarheimilis fyrir langveik börn á árinu 2003. Um er að ræða heimili fyrir um tíu langveik fötluð börn sem þarfnast hjúkrunar og endurhæfingar án þess þó að leggjast inn á sjúkrahús. Gert er ráð fyrir að börnin geti dvalið á heimilinu í hvíldarinnlögn, í skemmri tíma til endurhæfingar og í einstaka tilvikum til lengri tíma. Landspítali – háskólasjúkrahús leggur starfseminni til húsnæði. Velferðarsjóður barna leggur til allan stofnkostnað heimilisins, kostnað við endurnýjun húsnæðis, húsbúnað og tækjabúnað.
381    Sjúkrahús og læknisbústaðir.
        6.90 Bygging sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva og læknisbústaða.
Lögð er til 60 m.kr. hækkun á fjárheimild þessa fjárlagaliðar. Framlagið er ætlað til framkvæmda við stækkun Heilbrigðisstofnunarinnar Selfossi. Hönnun á viðbyggingu við sjúkrahúsið lýkur í febrúar á næsta ári. Um er að ræða byggingu hjúkrunardeildar í stað Ljósheima sem hefur verið dæmt óhæft húsnæði og er rekið með undanþágu yfirvalda brunamála og ferlimála fatlaðra. Þá er á neðri hæð hússins fyrirhuguð heilsugæslustöð fyrir átta lækna. Stofnkostnaður er áætlaður um 770 m.kr. á verðlagi þessa árs. Þegar hefur verið veitt 117,6 m.kr. til verksins en þar af eru 70 m.kr. úr ríkissjóði og 30 m.kr. úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Sundurliðun liðarins er sýnd í sérstökum yfirlitum IV með breytingartillögum meiri hlutans.
399    Heilbrigðismál, ýmis starfsemi.
        1.37 Skrifstofa líknarfélaga.
Lögð er til 2 m.kr. hækkun á fjárveitingu til reksturs Þjónustuseturs líknarfélaga.
        1.58 Krýsuvíkurskóli, vist- og meðferðarheimili.
Lögð er til 12,5 m.kr. hækkun á framlagi til Krýsuvíkursamtakanna. Þar af er 5 m.kr. hækkun á almennum rekstrarstyrk og 7,5 m.kr. hækkun svo að unnt verði að taka á móti fleiri skjólstæðingum til meðferðar.
401    Hjúkrunarheimili, almennt.
        1.01 Hjúkrunarheimili, almennt.
Lagt er til að veitt verði 145 m.kr. framlag til að styrkja rekstrargrunn hjúkrunarheimila og kemur fjárhæðin til viðbótar 350 m.kr. framlagi sem þegar er gert ráð fyrir í frumvarpinu. Að auki eru 55 m.kr. færðar í Framkvæmdasjóð aldraðra vegna viðhaldsverkefna. Samtals hækka framlög til reksturs hjúkrunarheimila því um 550 m.kr. Árið 2000 var gerð veruleg leiðrétting á daggjöldum hjúkrunarheimila í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um áætlaða afkomu þeirra árið 1999. Samkvæmt samantekt á rekstrarreikningum hjúkrunarheimila hafa heildarrekstrargjöld þeirra hækkað um 50% frá árinu 1999 til 2002 og er þá ekki talinn með kostnaður við rekstur Sóltúns sem hófst á tímabilinu. Nauðsynlegt er að koma fastari böndum á rekstur hjúkrunarheimila og samræma kjarasamningagerð þeirra þannig að þau fylgist að í kjaramálum.
402    Framkvæmdasjóður aldraðra.
        1.10 Rekstur stofnanaþjónustu fyrir aldraða.
Lögð er til 55 m.kr. hækkun á fjárheimild þessa viðfangsefnis sem varið er til reksturs öldrunarstofnana. Í séryfirliti 3 í frumvarpinu er 64,9 m.kr. viðskiptahreyfing á mörkuðum tekjum sjóðsins þar sem tekjunum hafði ekki verið ráðstafað að fullu. Nú er gert ráð fyrir að 55 m.kr. til viðbótar af tekjunum renni til reksturs öldrunarstofnana og 9,9 m.kr. til stofnkostnaðar við uppbyggingu.
             Þá er lagt til að færðar verði 188 m.kr. úr rekstri stofnanaþjónustu fyrir aldraða í viðhald öldrunarstofnana. Liðurinn lækkar því alls um 133 m.kr.
        5.21 Viðhald fasteigna hjúkrunarheimila.
Lagt er til að færðar verði 188 m.kr. úr rekstri stofnanaþjónustu fyrir aldraða í viðhald öldrunarstofnana. Framlagi þessu er ætlað að standa undir öllu almennu viðhaldi húsnæðis, en er ekki ætlað að standa undir endurgreiðslu stofnkostnaðar, afskriftum eða meiri háttar breytingum eða endurbótum á húsnæði. Gert er ráð fyrir að greidd verði ákveðin fjárhæð á hvern fermetra húsnæðis sem nýttur er undir starfsemi þá sem samið hefur verið um.
        6.21 Stofnkostnaður og endurbætur.
Lögð er til 9,9 m.kr. hækkun á fjárheimild þessa viðfangsefnis sem varið er til uppbyggingar öldrunarstofnana. Í séryfirliti 3 í frumvarpinu er 64,9 m.kr. viðskiptahreyfing á mörkuðum tekjum sjóðsins þar sem tekjunum hafði ekki verið ráðstafað að fullu. Nú er gert ráð fyrir að 55 m.kr. til viðbótar af tekjunum renni til reksturs öldrunarstofnana og 9,9 m.kr. til stofnkostnaðar við uppbyggingu.
437    Samningur við Sveitarfélagið Hornafjörð um öldrunarþjónustu.
        1.01 Hjúkrunarrými.
Lagt er til að 38,8 m.kr. sem eru útgjöld vegna fjögurra sjúkrarýma verði færðar á viðfangsefni 1.81 undir þessum fjárlagalið. Eftir á viðfangsefninu verði þá eingöngu framlög til 26 hjúkrunarrýma.
        1.81 Sjúkrarými og fæðingar.
Lagt er til að 38,8 m.kr. sem eru útgjöld vegna fjögurra sjúkrarýma verði færðar hingað af viðfangsefni 1.01 undir þessum fjárlagalið.
477    Dagvistun aldraðra, aðrar.
        1.10 Dagvistun aldraðra, aðrar. Gerð er tillaga um 9,0 m.kr. framlag til leiðréttingar á rekstrargrunni dagvistarheimila.
621    Forvarnasjóður.
        1.90 Forvarnasjóður.
Gerð er tillaga um 1,5 m.kr. tímabundið framlag til stuðnings við starfsemi Gamla apóteksins á Ísafirði til að efla forvarnastarf gegn vímuefnum.

09 Fjármálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild fjármálaráðuneytis verði aukin um 684,4 m.kr.
103    Fjársýsla ríkisins.
        1.47 Fjárhags- og starfsmannakerfi ríkisins.
Gerð er tillaga um 17 m.kr. hækkun fjárheimildar vegna greiðslu virðisaukaskatts af viðhaldssamningi við framleiðanda nýrra fjárhags- og starfsmannakerfa ríkisins sem ekki var gert ráð fyrir að þyrfti að greiða í kostnaðaráætlunum Fjársýslunnar. Þar sem skatturinn rennur til ríkissjóðs hefur þessi breyting ekki áhrif á afkomu ríkissjóðs.
        6.47 Hugbúnaðargerð fyrir nýtt fjárhags- og starfsmannakerfi.
Gerð er tillaga um 12,5 m.kr. hækkun fjárheimildar vegna greiðslu virðisaukaskatts af stofnkostnaði nýrra fjárhags- og starfsmannakerfa ríkisins sem ekki var gert ráð fyrir að þyrfti að greiða í kostnaðaráætlunum Fjársýslunnar. Þar sem skatturinn rennur til ríkissjóðs hefur þessi breyting ekki áhrif á afkomu ríkissjóðs.
481    Útgjöld samkvæmt heimildarákvæðum.
        6.01 Útgjöld samkvæmt heimildarákvæðum.
Lagt er til að 8 m.kr. óráðstafað framlag til verkefna átaksins um Íslenska upplýsingasamfélagið, sem fært var til bráðabirgða á þennan fjárlagalið í frumvarpinu, gangi til verkefnis Hagstofu Íslands um gagnaöflun, hagskýrslugerð og miðlun upplýsinga um hagnýtingu upplýsingatækni. Er því gert ráð fyrir að fjárveiting á liðnum 13-996 Íslenska upplýsingasamfélagið hækki um sömu fjárhæð.
981    Ýmsar fasteignir ríkissjóðs.
        6.26 Grensásvegur 9.
Lagt er til að veitt verði 100 m.kr. tímabundið framlag í þrjú ár til viðgerða og viðhalds á fasteign ríkisins á Grensásvegi 9. Fyrirhugað er að á árinu 2003 verði hafinn fyrsti áfangi af þremur sem felst í hönnunarvinnu og framkvæmdum á lóð og utan húss. Á árinu 2004 er gert ráð fyrir að gera upp kjallara og 3. hæð hússins. Þá er gert ráð fyrir að gera upp 1. og 2. hæð hússins árið 2005. Ekki liggur fyrir nákvæm kostnaðaráætlun fyrir verkið en gera má ráð fyrir að heildarkostnaður verði á bilinu 300–400 m.kr.
989    Launa- og verðlagsmál.
        1.90 Launa- og verðlagsmál.
Gerð er tillaga um 562,9 m.kr. hækkun á liðnum. Annars vegar er lögð til 300 m.kr. hækkun á fjárheimild liðarins til að mæta áhrifum af úrskurði kjaranefndar um kjör heilsugæslulækna á útgjöld heilbrigðisstofnana. Samkvæmt bráðabirgðamati á úrskurðinum er áætlað að kostnaður heilbrigðisstofnana kunni að aukast um 600 m.kr. brúttó. Á móti vegur að um 180 m.kr. fjárheimild fellur niður á fjárlagalið sjúkratrygginga þar sem greidd hafa verið viss læknisverk beint til heilsugæslulækna en slíkar greiðslur færast nú yfir á heilsugæslustöðvar samkvæmt úrskurðinum. Nettókostnaðurinn verður þá 420 m.kr. samkvæmt þessu. Gert er ráð fyrir að unnt verði að nýta um 300 m.kr. af tæplega 460 m.kr. fjárheimild þessa fjárlagaliðar í frumvarpinu til að bæta heilbrigðisstofnunum kostnaðaraukann og er hér því gerð tillaga um það sem á vantar.
             Þá er gerð tillaga um 262,9 m.kr. hækkun á fjárheimild liðarins. Um er að ræða úthlutun á framlögum til stofnana í samræmi við bókun með kjarasamningi við Starfsmannafélag ríkisstofnana sem er ætluð til að bæta kjör þeirra sem eru á lægstu töxtunum og til að draga úr hárri starfsmannaveltu. Sundurliðun á fjárheimildum til einstakra stofnana er sýnd í sérstökum yfirlitum II með breytingartillögum meiri hlutans.

10 Samgönguráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild samgönguráðuneytis verði aukin um 9,5 m.kr.
190    Ýmis verkefni.
        1.11 Fastanefndir.
Lögð er til 5,6 m.kr. millifærsla af viðfangsefninu 1.51 Úrskurðarnefnd í póst- og fjarskipamálum á nýtt viðfangsefni, 1.11 Fastanefndir. Verkefni úrskurðarnefndar í póst- og fjarskiptamálum hafa reynst minni en ætlað var meðan verkefni annarra nefnda hafa aukist og því er lagt til að fjárveiting til nefnda ráðuneytisins verði sameinuð á eitt viðfangsefni.
        1.45 Söfn tengd samgöngum og ferðaþjónustu.
Lögð er til 2,5 m.kr. tímabundin hækkun á safnliðnum en sundurliðun hans er sýnd í sérstökum yfirlitum IV með breytingartillögum meiri hlutans.
        1.51 Úrskurðarnefnd í póst- og fjarskiptamálum.
Lögð er til 5,6 m.kr. millifærsla af þessu viðfangsefni á nýtt viðfangsefni, 1.11 Fastanefndir. Verkefni úrskurðarnefndar í póst- og fjarskiptamálum hafa reynst minni en ætlað var meðan verkefni annarra nefnda hafa aukist og því er lagt til að fjárveiting til nefnda ráðuneytisins verði sameinuð á eitt viðfangsefni.
651    Ferðamálaráð.
        1.01 Ferðamálaráð.
Lögð er til tímabundin 1 m.kr. fjárveiting fyrir Gistiheimilið Bása í Grímsey til að bæta aðstöðu þar.
        1.11 Ferðamálasamtök landshluta.
Lögð er til 6 m.kr. tímabundin hækkun á framlagi til samtakanna til að efla upplýsingagjöf á landsbyggðinni.

11 Iðnaðarráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild iðnaðarráðuneytis verði aukin um 14,4 m.kr.
101    Iðnaðarráðuneyti, aðalskrifstofa.
        1.01 Yfirstjórn.
Lögð er til 7 m.kr. fjárveiting til að standa straum af kostnaði við að gera hálft starf fulltrúa í Brussel að heilu starfi. Ráðuneytið hefur nú hálfan fulltrúa við sendiráðið í Brussel á móti landbúnaðarráðuneytinu. Reynslan hefur sýnt að fulltrúi í hálfu starfi nær ekki að sinna öllum nauðsynlegum verkefnum fyrir bæði ráðuneytin. Því er lagt til að á árinu 2003 verði áætlað fyrir fulltrúa sem aðeins sinni verkefnum þessa ráðuneytis. Sams konar tillaga er gerð fyrir aðalskrifstofu landbúnaðarráðuneytisins.
299    Iðja og iðnaður, framlög.
        1.48 Átak til atvinnusköpunar.
Lagt er til að veitt verði 3,4 m.kr. tímabundið framlag vegna verkefnisins Handverk og hönnun sem er samstarfsverkefni iðnaðar-, landbúnaðar-, félagsmála- og forsætisráðuneytis. Verkefnið hefur staðið frá árinu 1999 og er fyrirhugað að því ljúki á árinu 2006. Gert er ráð fyrir að alls verði varið 68,4 m.kr. til verkefnisins á árunum 2003–2006 eða sem nemur 17,1 m.kr. á ári. Þegar hefur verið gert ráð fyrir 6,9 m.kr. fjárveitingu hjá forsætisráðuneyti, 3,4 m.kr. framlagi frá félagsmálaráðuneyti, 3,4 m.kr. úthlutun frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins og 3,4 m.kr. hjá iðnaðarráðuneyti með þessari tillögu. Tillagan byggist á ríkisstjórnarsamþykkt frá 12. nóvember 2002.
        1.50 Nýsköpun og markaðsmál.
Gerð er tillaga um 4 m.kr. tímabundna hækkun á þessum lið í þeim tilgangi að styrkja starfsemi Fagráðs textíliðnaðarins við eflingu ullariðnaðar á Íslandi.

13 Hagstofa Íslands

        Lagt er til að fjárheimild Hagstofu Íslands verði aukin um 8 m.kr.
996    Íslenska upplýsingasamfélagið.
        6.51 Íslenska upplýsingasamfélagið.
Lagt er til að 8 m.kr. framlag til verkefna átaksins um Íslenska upplýsingasamfélagið, sem fært var til bráðabirgða á liðinn 09-481 Útgjöld samkvæmt heimildarákvæðum undir fjármálaráðuneytinu í frumvarpinu, gangi til verkefnis Hagstofu Íslands um gagnaöflun, hagskýrslugerð og miðlun upplýsinga um hagnýtingu upplýsingatækni. Er því gert ráð fyrir að fjárveiting á liðnum 09-481 Útgjöld samkvæmt heimildarákvæðum lækki um sömu fjárhæð.

14 Umhverfisráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild umhverfisráðuneytis verði aukin um 43,8 m.kr.
190    Ýmis verkefni.
        1.56 Vernd Breiðafjarðar.
Lagt er til að framlag til Breiðafjarðarnefndar hækki um 3 m.kr. vegna lögbundinna verkefna nefndarinnar.
211    Umhverfisstofnun.
        1.01 Umhverfisstofnun.
Lagt er til að veitt verði 9 m.kr. tímabundið framlag vegna kostnaðar við flutning Umhverfisstofnunar í nýtt húsnæði á Suðurlandsbraut 24. Kostnaðurinn stafar af breytingum á húsnæðinu og kaupum á nýjum tækjum og húsgögnum.
             Þá er gerð tillaga um 7,3 m.kr. fjárveitingu vegna aukins húsnæðiskostnaðar. Núverandi húsnæðiskostnaður er 17,9 m.kr. en áætlað er að kostnaður stofnunarinnar í nýju húsnæði verði 35,2 m.kr. Í fjárlagagrunni stofnunarinnar eru nú þegar 10 m.kr. til að mæta þessum viðbótarkostnaði þannig að 7,3 m.kr. vantar.
             Loks er lagt til að önnur gjöld og sértekjur hækki um 1 m.kr. í samræmi við frumvarp til laga um verndun hafs og stranda sem gert er ráð fyrir að öðlist gildi 1. janúar 2003. Áætlað er að rekstrarkostnaður aukist um 1 m.kr. á ári en á móti komi tekjur samkvæmt gjaldskrá fyrir eftirlit og aðgerðir vegna bráðamengunar og notkun á mengunarvarnabúnaði. Á fjárlagalið 14-211-6.01 er gerð tillaga um fjárveitingu til kaupa á mengunarvarnabúnaði.
        6.01 Tæki og búnaður.
Lagt er til að veitt verði 2,5 m.kr. tímabundið framlag til fjögurra ára vegna frumvarps til laga um verndun hafs og stranda sem gert er ráð fyrir að öðlist gildi 1. janúar 2003. Um er að ræða kostnað við kaup á mengunarvarnabúnaði. Áætlað er að rekstrarkostnaður vegna laganna verði um 1 m.kr. á ári en á móti þeim kostnaði koma tekjur stofnunarinnar af eftirliti og aðgerðum vegna bráðamengunar og notkun á mengunarvarnabúnaði samkvæmt gjaldskrá.
401    Náttúrufræðistofnun Íslands.
        1.01 Yfirstjórn.
Gerð er tillaga um 3,5 m.kr. fjárveitingu til greiðslu á leigu fyrir þann hluta af húsnæði stofnunarinnar við Hlemm sem Fasteignir ríkissjóðs hafa tekið við af Háskóla Íslands sem áður lagði stofnuninni húsnæðið til endurgjaldslaust.
        1.02 Setur í Reykjavík.
Gerð er tillaga um 3 m.kr. fjárveitingu til áframhaldandi leigu á geymsluhúsnæði fyrir vísindasöfn stofnunarinnar við Skútuvog. Stofnunin fékk tímabundna fjárveitingu til að greiða leiguna í fjáraukalögum fyrir árið 2001 en nú þykir sýnt að aðstaðan verði leigð til lengri tíma.
403    Náttúrustofur.
        1.10 Náttúrustofa Neskaupstað.
Gerð er tillaga um 3,5 m.kr. tímabundið framlag til Náttúrustofu Austurlands til að halda áfram rannsóknum og vöktun hreindýrastofnsins.
             Jafnframt er gerð tillaga um 1 m.kr. tímabundið framlag til jarðfræðiúttektar á Hallormsstaðalandi sem unnin er á vegum Náttúrustofu Hjörleifs Guttormssonar.
        1.12 Náttúrustofa Bolungarvík.
Gerð er tillaga um að veita Náttúrustofu Vestfjarða 3,5 m.kr. tímabundið framlag til áframhaldandi rannsókna í Hornstrandafriðlandi.
        1.13 Náttúrustofa Stykkishólmi.
Gerð er tillaga um að veita Náttúrustofu Vesturlands 3,5 m.kr. tímabundið framlag til rannsóknarverkefnis um áhrif innæxlunar og mengunar á viðkomu íslenska arnarins. Þar er leitast við að varpa ljósi á ástæður þess að íslenski arnarstofninn stækkar mun hægar en arnarstofnar annars staðar í heiminum þrátt fyrir áratugalanga alfriðun.
410    Veðurstofa Íslands.
        1.01 Almenn starfsemi.
Gerð er tillaga um 4 m.kr. tímabundið framlag til undirbúnings rannsóknamiðstöðvar snjóflóða á Ísafirði.

    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingum sem skýrðar hafa verið hér að framan og gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali.

    Alþingi, 22. nóv. 2002.



Ólafur Örn Haraldsson,


form., frsm.


Einar Oddur Kristjánsson.


Kristján Pálsson.



Ísólfur Gylfi Pálmason.


Arnbjörg Sveinsdóttir.


Drífa Hjartardóttir.



Ásta Möller.


Fylgiskjal I.

Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 2003 (02 Menntamálaráðuneyti).

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um þann hluta fjárlagafrumvarpsins sem er á hennar málefnasviði, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 22/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 8. október sl.
    Á fund nefndarinnar komu Örlygur Geirsson, Gísli Þór Magnússon og Auður B. Árnadóttir frá menntamálaráðuneyti og Leifur Eysteinsson frá fjármálaráðuneyti.
    Heildargjöld menntamálaráðuneytisins árið 2003 eru áætluð um 31.684 millj. kr. á rekstrargrunni. Frá dragast sértekjur að fjárhæð um 1.727 millj. kr. en þær nema 5,4% af heildargjöldum ráðuneytisins.
    Nefndin ræddi nýja útgáfu reiknilíkans fyrir framhaldsskóla þar sem m.a. er lagt til grundvallar að stutt verði við verknám og hugað að dreifbýlinu. Nefndin hefur áður bent á nauðsyn þess að endurskoða þyrfti reiknilíkanið vegna óánægju þeirra sem unnið hafa eftir því og fagnar því nýjum reglum. Nefndinni er samt sem áður kunnug sú staðreynd að seint mun nást sátt meðan slíkt líkan er notað þar sem ekki er hægt að taka tillit til sérhagsmuna einstakra skóla. Nefndin bendir þó á að með þessu móti er skipting fjármuna gegnsærri en áður.
    Þá var ræddur fjárhagsvandi Þjóðminjasafnsins. Í sambærilegu áliti nefndarinnar til fjárlaganefndar á síðasta þingi kom fram að nefndin teldi brýnt að hægt yrði að opna safnið og fagna þannig 100 ára afmæli þess 24. febrúar nk. Nefndin ítrekar hér fyrra álit sitt.
    Einar Már Sigurðarson og Ólafur Örn Haraldsson skrifa undir álitið með þeim fyrirvara að þeir eiga sæti í fjárlaganefnd.
    Kjartan Ólafsson og Kristinn H. Gunnarsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 15. nóv. 2002.

Gunnar Birgisson, form.
Sigríður Ingvarsdóttir.
Þorgerður K. Gunnarsdóttir.
Ólafur Örn Haraldsson, með fyrirvara.
Einar Már Sigurðarson, með fyrirvara.
Sigríður Ingvarsdóttir.
Drífa Snædal.




Fylgiskjal II.

Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 2003 (03 Utanríkisráðuneyti).

Frá utanríkismálanefnd.



    Utanríkismálanefnd hefur fjallað um þann kafla fjárlagafrumvarpsins sem er á hennar málefnasviði, sbr. 2. mgr. 25. gr. þingskapalaga og bréf fjárlaganefndar frá 8. október 2002.
    Nefndin fékk á sinn fund Gunnar Snorra Gunnarsson, Pétur Ásgeirsson og Jóhönnu Bryndísi Bjarnadóttur frá utanríkisráðuneyti.
    Gert er ráð fyrir að fjárlagarammi utanríkisráðuneytisins lækki um 30 millj. kr. miðað við fjárlög fyrir árið 2002. Nokkrar breytingar verða á rekstrarreikningi ráðuneytisins vegna flutnings Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli úr A-hluta fjárlaga í B-hluta fyrirtæki. Breytingarnar hafa í för með sér að 478,1 millj. kr. rekstrarframlag er fellt niður en á móti eru 508,9 millj. kr. tekjur veittar áfram í B-hluta gegnum A-hluta fjárlaga.
    Nefndin vekur athygli á að nú er gert ráð fyrir sérstöku framlagi til lífeyrisréttinda maka flutningsskyldra starfsmanna utanríkisþjónustunnar en lífeyrisréttindi þeirra hafa hingað til verið fyrir borð borin vegna skertra möguleika á atvinnuþátttöku. Einnig er framlag til friðargæslumála hækkað til að styrkja þá starfsemi sem nú þegar hefur sannað gildi sitt.
    Gengisbreytingar munu nú hafa jákvæð áhrif á launa- og verðlagsbreytingar, en óhagstæð gengisþróun og launa- og verðlagsbreytingar vógu nokkuð þungt í aukinni fjárþörf ráðuneytisins á yfirstandandi ári.
    Nefndin minnir enn á mikilvægi þess að málefni utanríkisþjónustunnar séu í stöðugri endurskoðun, m.a. með það fyrir augum að nýta takmarkaðan mannafla og fjármagn sem best.
    Að öðru leyti sér nefndin ekki ástæðu til að gera athugasemdir við frumvarpið.
    Björn Bjarnason, Rannveig Guðmundsdóttir, Einar K. Guðfinnsson og Jónína Bjartmarz voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Þórunn Sveinbjarnardóttir og Steingrímur J. Sigfússon rita undir álitið með fyrirvara. Þórunn gerir fyrirvara um óbreytt framlög til þróunarsamvinnu og framlög til friðargæslumála enda telur hún skorta upplýsingar um starfsemi og kostnað þess málaflokks. Steingrímur lýsir megnri óánægju með að framlögum til þróunarsamvinnu skuli haldið óbreyttum og minnir á að það sé í andstöðu við upphaflega stefnu en framlag Íslands sem er 0,12% af vergri landsframleiðslu hefur verið óbreytt frá upphafi. Þá gerir hann fyrirvara um Keflavíkurflugvöll einkum vegna stöðu flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. og þess kostnaðar sem orðið hefur af Schengen-samstarfinu.

Alþingi, 18. nóv. 2002.

Sigríður A. Þórðardóttir, form.
Magnús Stefánsson.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, með fyrirvara.
Steingrímur J. Sigfússon, með fyrirvara.
Vilhjálmur Egilsson.



Fylgiskjal III.

Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 2003 (04 Landbúnaðarráðuneyti).

Frá landbúnaðarnefnd.



    Landbúnaðarnefnd hefur að beiðni fjárlaganefndar farið yfir þá þætti fjárlagafrumvarpsins sem eru á málefnasviði hennar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 8. október 2002.
    Nefndin fékk á sinn fund Ingimar Jóhannsson og Ólaf Friðriksson frá landbúnaðarráðuneyti og skýrðu þeir þá liði frumvarpsins sem varða ráðuneytið og stofnanir þess. Frá Veiðimálastofnun komu Sigurður Guðjónsson og Vífill Oddsson og gerðu grein fyrir þörf stofnunarinnar fyrir aukafjárveitingu sem nefndin telur að rúmist ekki innan safnliða og vísar því aftur til fjárlaganefndar.
    Á fund nefndarinnar, vegna skiptingar safnliða í fjárlagafrumvarpi, komu Björn Guðbrandur Jónsson og Fríða Björg Eðvarðsdóttir frá Gróðri fyrir fólk í Landnámi Ingólfs. Þá komu Gunnar Á. Gunnarsson og Ólafur Gunnarsson frá Vottunarstofunni Túni ehf., gerðu grein fyrir starfseminni og mikilvægi vitnisburðar um hreinleika afurða í útflutningi. Að mati nefndarinnar eru verkefni Vottunarstofunnar svo umfangsmikil að þau rúmast ekki innan skiptingar safnliða, vísar því nefndin erindinu til fjárlaganefndar og vekur jafnframt sérstaka athygli á nauðsyn þess að stofan fái fast framlag í fjárlögum.
    Erindum Rangárbakka, Hestamiðstöðvar Suðurlands ehf. og landsmóts hestamanna á Vindheimamelum vísar landbúnaðarnefnd til afgreiðslu fjárlaganefndar þar sem nefndin telur verkefnin svo stór að þau rúmist ekki innan skiptingar safnliðar.
    Nefndin vekur athygli á að þörf er á áframhaldandi stuðningi við verkefnið Nytjaland – Jarðabók Íslands og mælir nefndin með frekari fjárveitingu til þess.
    Þá vekur nefndin sérstaka athygli á að þörf er á áframhaldandi stuðningi við rannsóknir vegna kolefnisbindingar nýskógræktar og kolefnislosunar skógareyðingar vegna skuldbindinga Íslands samkvæmt Kyoto-bókuninni.
    Drífa Hjartardóttir og Kristján Pálsson skrifa undir álitið með fyrirvara vegna setu í fjárlaganefnd.
    Við afgreiðslu málsins voru fjarverandi Kristinn H. Gunnarsson, Einar Oddur Kristjánsson, Guðjón Guðmundsson, Jónína Bjartmarz og Karl V. Matthíasson.
    Pétur Bjarnason sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

Alþingi, 15. nóv. 2002.

Drífa Hjartardóttir, form., með fyrirvara.
Sigríður Ingvarsdóttir.
Sigríður Jóhannesdóttir.
Þuríður Backman, með fyrirvara.
Kristján Pálsson, með fyrirvara.




Fylgiskjal IV.

Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 2003 (05 Sjávarútvegsráðuneyti).

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Nefndin hefur að beiðni fjárlaganefndar farið yfir þá þætti fjárlagafrumvarpsins sem eru á málefnasviði hennar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 8. október 2002.
    Nefndin fékk á sinn fund Þorstein Geirsson og Arndísi Á. Steinþórsdóttur frá sjávarútvegsráðuneyti, Jóhann Sigurjónsson og Vigni Thoroddsen frá Hafrannsóknastofnuninni og Þórð Ásgeirsson og Gylfa Ástbjartsson frá Fiskistofu.
    Fjárveitingar Hafrannsóknastofnunarinnar lækka um 13,2 millj. kr. að mati hennar á milli ára. Á hinn bóginn er hvorki í fjárlögum né í fjárlagafrumvarpinu gert ráð fyrir þeim auknu tekjum sem breytt lög um stjórn fiskveiða færa stofnuninni frá 1. febrúar sl. Upplýst var á fundinum að frá 1. febrúar til 1. október nema þær tekjur um 70 millj. kr. Sjávarútvegsnefnd leggur áherslu á að mörkuð sé stefna af hálfu stofnunarinnar um hvernig þessum auknu tekjum verði varið til rannsókna og telur eðlilegt að þeirra sjái stað í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Mikilvægt er að þessar viðbótartekjur fari til rannsókna, eins og lögin gerðu ráð fyrir, og styrki þannig hafrannsóknastarfið. Þá er ljóst af fjárlagafrumvarpinu að nauðsynlegt er að veita viðbótarfé til viðhaldsframkvæmda á hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Að mati sjávarútvegsráðuneytisins þarf 117 millj. kr. til þess á fjárlögum næsta árs, en í frumvarpinu er gert ráð fyrir 53 millj. kr. til viðfangsefnisins.
    Fram kom í máli fulltrúa Fiskistofu að fjárhagsramminn væri þröngur og að undangengin tvö ár hefði verið gengið á uppsafnaða sjóði stofnunarinnar. Á hinn bóginn virðast sértekjur stofnunarinnar hafa orðið 34 millj. kr. meiri en áætlað var. Nauðsynlegt er því, áður en fjárlagagerðinni lýkur, að skoða betur tekju- og útgjaldaforsendur stofnunarinnar. Hafði sjávarútvegsnefnd ekki forsendur til þess á þeim tíma sem gafst áður en þessu áliti var skilað. Upplýst var að eftir hækkun veiðieftirlitsgjalds við meðferð fjárlaga á sl. hausti standi það gjald undir veiðieftirlitinu í landinu, að meðtalinni eðlilegri hlutdeild í föstum kostnaði Fiskistofu.
    Ekki var ráðrúm til viðræðna við fulltrúa Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins og stofnunin sendi ekki skriflegar athugasemdir við fjárlagafrumvarpið eins og kostur var gefinn á. Stofnunin hefur hins vegar byggt upp mikla og öfluga starfsemi utan höfuðborgarinnar og haft góðan skilning á mikilvægi þess, gagnstætt mörgum öðrum opinberum stofnunum. Það er mjög lofsvert og þýðingarmikið að stofnuninni verði gert kleift að halda áfram á þeirri braut, eins og hvatt hefur verið til í fyrri álitum sjávarútvegsnefndar til fjárlaganefndar.
    Varðandi skiptingu safnliða vekur sjávarútvegsnefnd athygli á því að í fjárlagafrumvarpinu hafa fallið út nokkrir liðir frá gildandi fjárlögum sem nefndin telur ástæðu til að séu í fjárlögum næsta árs. Því leggur nefndin til að í fjárlögum næsta árs verði 10 millj. kr. fjárveiting til hagkvæmnirannsóknar kalkþörungavinnslu í Arnarfirði og 5 millj. kr. til Fiskifélags Íslands í sjóvinnslukennslu á skólaskipinu Dröfn. Loks leggur nefndin til 5 millj. kr. fjárveitingu til aðstoðar við uppbyggingu kræklingaeldis. Fram kom í umfjöllun nefndarinnar að ekki hefur verið unnt að styðja uppbyggingu þessarar greinar sem þó er talin eiga mikla möguleika. Því telur nefndin nauðsynlegt að veita fjármagn til uppbyggingar þeirra fyrirtækja í kræklingaeldi sem lengst eru komin á þróunarferlinu.
    Við afgreiðslu málsins voru fjarverandi Guðmundur Hallvarðsson, Jóhann Ársælsson, Kristinn H. Gunnarsson og Svanfríður Jónasdóttir.

Alþingi, 15. nóv. 2002.

Einar K. Guðfinnsson, form.
Árni R. Árnason.
Hjálmar Árnason.
Pétur Bjarnason.
Vilhjálmur Egilsson.




Fylgiskjal V.

Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 2003 (06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti).

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um þann kafla fjárlagafrumvarpsins sem er á hennar málefnasviði, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 8. október 2002.
    Á fund nefndarinnar komu Skarphéðinn B. Steinarsson skrifstofustjóri og Óðinn Helgi Jónsson fjármálastjóri frá forsætisráðuneyti og Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri frá dómsmálaráðuneyti.
    Heildargjöld dóms- og kirkjumálaráðuneytis árið 2003 eru áætluð um 14.993 millj. kr. á rekstrargrunni. Frá dragast sértekjur að fjárhæð 754 millj. kr. en þær nema um 5% af heildargjöldum ráðuneytisins.
    Við yfirferð nefndarinnar á fjárlagafrumvarpinu kom í ljós að málskostnaður í gjafsóknar- og réttargæslumálum fer vaxandi og eru álit sérfræðinga orðin mjög stór hluti af kostnaði málanna. Nefndin tekur undir mikilvægi tilvistar þessara úrræða en telur þó að huga verði að reglum um greiðslu kostnaðar vegna þessara sérfræðiálita og óskar eftir að koma að athugasemdum við samningu slíkra reglna.
    Fram kemur í fjárlagafrumvarpinu að rekstrarframlag Fangelsismálastofnunar verður 593,7 millj. kr. á næsta ári og hækkar um 22 millj. kr., aðallega vegna fjölgunar fanga og aukins rekstrarkostnaðar af þeim sökum. Þá er gert ráð fyrir óbreyttri fjárveitingu til fangelsisbygginga, þ.e. 10 millj. kr. Ekki er gert ráð fyrir að rekið verði fangelsi á Skólavörðustíg og eru gæsluvarðhaldsfangar nú fluttir á Litla-Hraun. Nefndin leggur áherslu á að undirbúningi að smíði nýs fangelsis við Hafravatnsveg verði hraðað þar sem brýnt þykir að bæta eins fljótt og hægt er úr viðvarandi skorti á fangelsisrými. Þá tekur nefndin undir þau markmið að fangar fái í fangelsi ákveðna greiningu í upphafi fangavistar og reynt verði eftir fremsta megni að aðskilja fanga eftir eðli þeirra brota sem þeir hafa verið dæmdir fyrir.
    Að lokum bendir nefndin á að verkefni dómstóla hafa verið aukin undanfarið án þess að brugðist hafi verið við því með auknu fjárframlagi. Má sem dæmi nefna nýleg barnaverndarlög og að lagt hefur verið fram í þinginu frumvarp til nýrra barnalaga þar sem m.a. er gert ráð fyrir að dómstólar skuli flýta meðferð forsjármála. Að óbreyttu er ekki hægt að verða við því án þess að önnur dómsmál tefjist. Nefndin leggur því áherslu á að fjármagn til dómsmála verði aukið.
    Jónína Bjartmarz, Lúðvík Bergvinsson, Ásta Möller og Guðjón A. Kristjánsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Guðrún Ögmundsdóttir skrifar undir álitið með fyrirvara sem lýtur að skorti á fjármagni til löggæslumála. Ögmundur Jónasson áheyrnarfulltrúi er samþykkur afgreiðslu málsins en hefur sambærilegan fyrirvara í málinu. Ólafur Örn Haraldsson skrifar undir álitið með þeim fyrirvara að hann á sæti í fjárlaganefnd.

Alþingi, 18. nóv. 2002.

Þorgerður K. Gunnarsdóttir, form.
Guðrún Ögmundsdóttir, með fyrirvara.
Katrín Fjeldsted.
Kjartan Ólafsson.
Ólafur Örn Haraldsson, með fyrirvara.




Fylgiskjal VI.

Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 2003 (07 Félagsmálaráðuneyti).

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um þann kafla fjárlagafrumvarpsins sem er á hennar málefnasviði, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 8. október sl.
    Á fund nefndarinnar komu Hermann Sæmundsson, Sturlaugur Tómasson, Sesselja Árnadóttir og Garðar Jónsson frá félagsmálaráðuneyti.
    Nefndin fór yfir einstaka liði frumvarpsins en ræddi auk þess sérstaklega málefni fatlaðra en í álitum nefndarinnar, meiri og minni hluta, um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2001 var bent á þann fjölda sem þá hafði myndast á biðlistum eftir þjónustu hjá svæðisskrifstofum málefna fatlaðra og þann vanda sem hafði skapast vegna skorts á starfsmönnum í umönnunarstörfum fyrir fatlaða. Í september 2000 skilaði starfshópur um styttingu biðlista eftir þjónustu svæðisskrifstofa málefna fatlaðra skýrslu til félagsmálaráðherra en þar var lagt til að næstu fimm árin yrði hugað að eftirfarandi:
     a.      að rýmum á sambýlum í Reykjavík og á Reykjanesi yrði fjölgað um 80 alls (svarar til 15–16 sambýla),
     b.      að árlega yrði varið 5,2 millj. kr. til að eyða biðlistum eftir frekari liðveislu,
     c.      að rýmum í dagþjónustu í Reykjavík og á Reykjanesi yrði fjölgað um 40 alls,
     d.      að þjónusta við börn yrði efld og til þess varið að jafnaði um 8 millj. kr. á ári,
     e.      að vegna nýliðunar í hópi þeirra sem þurfa á þjónustu að halda yrðu keypt eða byggð sex sambýli.
    Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2003 nemur framlag til málefna fatlaðra rúmum 5.200 millj. kr. og hækkar um 393 millj. kr. frá fjárlögum þessa árs. Samkvæmt greinargerð má rekja þá hækkun að hluta til tilfærslu á 83 millj. kr. frá Landspítala – háskólasjúkrahúsi vegna flutnings íbúa af Kópavogshæli í sambýli á höfuðborgarsvæðinu en áformað er að taka á leigu fjögur hús fyrir sambýli og dagvistun fyrir íbúana. Auk þess segir í greinargerðinni að framlagið sé ætlað til nýrra verkefna í samræmi við áætlun starfshóps um styttingu biðlista eftir þjónustu hjá svæðisskrifstofum málefna fatlaðra. Í minnisblaði félagsmálaráðuneytisins til nefndarinnar um aðgerðir ráðuneytisins til samræmis við skýrsluna, dags. 13. nóvember 2002, kemur fram að 53 ný rými í sambýlum hafi orðið til í Reykjavík og á Reykjanesi frá því að skýrslan var lögð fram og gert sé ráð fyrir 15 nýjum rýmum á næsta ári. Þá hafi rýmum í dagþjónustu í Reykjavík fjölgað um 10 á síðasta ári og á næsta ári sé gert ráð fyrir nýrri dagvistarstofnun á höfuðborgarsvæðinu og því muni markmiði um fjölgun rýma í dagþjónustu verða náð á því ári. Loks hafi við samþykkt fjárlaga fyrir árið 2002 fengist um 25 millj. kr. til eflingar skammtímavistun í Reykjavík og í byrjun næsta árs muni taka til starfa ný skammtímavistun við Holtaveg í Reykjavík þar sem hægt verði að sinna mikið fötluðum börnum mun betur en mögulegt hefur verið. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í kjölfar skýrslu starfshópsins en telur engu síður afar mikilvægt að fylgt verði eftir tillögum starfshópsins til hins ýtrasta og biðlistum eytt sem fyrst. Einnig leggur nefndin áherslu á að stöðugt mat fari fram á húsnæðis- og þjónustuþörf fatlaðra.
    Hvað varðar skiptingu safnliða tekur nefndin eftirfarandi fram: Nefndin telur óheppilegt að opinberir styrkir til félagasamtaka komi víða frá þannig að erfitt reynist að öðlast yfirsýn yfir heildarstyrkveitingu hins opinbera. Að öðru leyti gerir nefndin þá tillögu að annaðhvort verði gerður þjónustusamningur við Íslenska ættleiðingu eða gert ráð fyrir fjárframlagi til félagsins í föstum liðum fjárlagafrumvarpsins þar sem félagið hefur fengið auknar skyldur vegna löggildingar dómsmálaráðherra samkvæmt lögum nr. 130/1999, um ættleiðingar. Þá leggur nefndin til að mál Sjálfsbjargar verði athuguð í heild af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og félagsmálaráðuneyti þar sem nefndin getur einungis orðið við erindi félagsins að litlu leyti. Af sömu ástæðu vísar nefndin erindum Geðhjálpar og Blindrafélagsins til fjárlaganefndar til frekari skoðunar og telur nefndin rétt að íhugað verði hvort gera eigi ráð fyrir framlagi til félaganna á föstum liðum fjárlagafrumvarpsins eða gerður verði við þau þjónustusamningur af hálfu ráðuneytisins. Hið sama er að segja um erindi Foreldra- og styrktarfélags Öskjuhlíðarskóla og Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Nefndin leggur til að gengið verði frá þjónustusamningum hið fyrsta við Foreldra- og styrktarfélag Öskjuhlíðarskóla vegna reksturs sumardvalarstaðar fyrir nemendur skólans og við Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra vegna uppbyggingar í Reykjadal. Loks er erindi BSRB á safnlið 07-981-190 vísað aftur til fjárlaganefndar.
    Arnbjörg Sveinsdóttir, Kristján Pálsson og Drífa Hjartardóttir skrifa undir álit þetta með fyrirvara þar sem þau eiga sæti í fjárlaganefnd.
    Steingrímur J. Sigfússon skrifar undir álitið með fyrirvara þar sem ekki liggur fyrir niðurstaða hvað varðar endurskoðun á tekjulegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga og reglum jöfnunarsjóðs en hann telur það bagalegt þar sem afkoma mjög margra sveitarfélaga er með öllu óviðunandi. Þá er fyrirvarinn einnig tengdur því sérstaklega að ónógum fjármunum er varið til húsnæðismála.
    Jónína Bjartmarz, Ásta R. Jóhannesdóttir og Magnús Stefánsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 18. nóv. 2003.

Arnbjörg Sveinsdóttir, form., með fyrirvara.
Drífa Hjartardóttir, með fyrirvara.
Kristján Pálsson, með fyrirvara.
Pétur H. Blöndal.
Guðrún Ögmundsdóttir, með fyrirvara.
Steingrímur J. Sigfússon, með fyrirvara.




Fylgiskjal VII.

Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 2003 (08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti).

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um þann kafla fjárlagafrumvarpsins sem er á hennar málefnasviði, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 8. október 2002.
    Á fund nefndarinnar komu Davíð Á. Gunnarsson og Svanhvít Jakobsdóttir frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, Karl Steinar Guðnason og Kristján Guðjónsson frá Tryggingastofnun, Magnús Pétursson, Anna Lilja Gunnarsdóttir, Anna Stefánsdóttir og Jóhannes M. Gunnarsson frá Landspítala – háskólasjúkrahúsi og Hörður Þorgilsson, Kolbrún Baldursdóttir og Ingi Jón Hauksson frá Sálfræðingafélagi Íslands.
    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að heildarútgjöld ráðuneytisins verði rúmlega 100 milljarðar kr. Gjöld umfram tekjur eru rúmlega 96,7 milljarðar kr. og af þeim eru 76,7 milljarðar kr. beint framlag úr ríkissjóði og 20 milljarðar kr. innheimtir af ríkistekjum. Tekin hefur verið saman útgjaldaþróun helstu málaflokka hjá ráðuneytinu næstu fjögur árin. Þar er gert ráð fyrir að framlög til tryggingamála aukist að jafnaði um 4% á ári, framlög til sjúkratrygginga aukist um 5% á ári og lyfjaútgjöld um 7% á ári en árleg umsýsla eftirlitsstofnana aukist um 1% á ári.
    Nefndin vill leggja áherslu á að sýnt verði aðhald í rekstri heilbrigðiskerfisins og minnir á mikilvægi þess að heilsugæslan í landinu sé öflug og hæf til að sinna þörfum sjúklinga. Nefndin hefur kynnt sér úttekt Ríkisendurskoðunar á Heilsugæslunni í Reykjavík, „Fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu“. Heilsugæslan í Reykjavík þjónar stórum hluta landsmanna eða hátt í 150.000 manns með um 397 stöðugildi og heildarútgjöld um 1,9 milljarða kr. Í heilbrigðisáætlun til ársins 2010 kemur fram að eitt af markmiðunum er að heilsugæslan sé fyrsti viðkomustaður sjúklinga en það hefur ekki náðst enn sem komið er. Í úttektinni er bent á atriði sem betur mega fara í rekstri Heilsugæslunnar í Reykjavík sem lið í því að þetta markmið náist. Má þar nefna að stjórnendur setji skýr markmið um komufjölda og hámarkslengd biðtíma auk þess sem bent er á leiðir til að stytta biðtíma sjúklinga eftir viðtali við lækni. Reikna má með að svipað eigi við víðar.
    Nefndin ræddi mál geðfatlaðra sem hafa gerst brotlegir við lög og skort á úrræðum í málefnum þeirra. Í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir að tekið verði á þessum vanda þar sem ekki er gert ráð fyrir sérstökum fjárveitingum til málsins. Nefndin telur mikilvægt að raunveruleg úrræði finnist fyrir þessa einstaklinga og bendir á nauðsyn þess að efla starfsemi réttargeðdeildarinnar að Sogni þannig að henni sé gert kleift að taka á móti sakhæfum jafnt sem ósakhæfum einstaklingum.
    Nefndin ítrekar nauðsyn þess að nægt rekstrarfé fáist til þess að Landspítali – háskólasjúkrahús geti sinnt mikilvægu hlutverki sínu. Þá telur nefndin að endurskoða verði rekstrargrunn sjúkrahúsa og leiðrétta hann. Telur nefndin jafnframt að ekki sé í frumvarpinu tekið tillit til breyttra forsendna frá gerð fjárlagafrumvarpsins, t.d. nýrra kjarasamninga, stofnanasamninga og vinnutímatilskipunar. Að mati nefndarinnar verður að mæta aukinni fjárþörf sem þetta skapar. Einnig styður nefndin uppbyggingu göngudeilda á sjúkrahúsunum í takt við nýja starfsmannastefnu Landspítala – háskólasjúkrahúss.
    Nefndin leggur til að fjárveitingar til hjúkrunarrýma verði auknar og að hafist verði handa við að leysa hjúkrunarvanda aldraðra á höfuðborgarsvæðinu.
    Þá telur nefndin að leiðrétta verði greiðslur til lífeyrisþega þannig að þær fylgi launaþróun.
    Jónína Bjartmarz, Ólafur Örn Haraldsson, Katrín Fjeldsted og Ásta Möller voru fjarverandi við afgreiðslu málsins. Arnbjörg Sveinsdóttir skrifar undir álit þetta með fyrirvara vegna setu sinnar í fjárlaganefnd.

Alþingi, 14. nóv. 2002.

Lára Margrét Ragnarsdóttir, varaform.
Arnbjörg Sveinsdóttir, með fyrirvara.
Ásta R. Jóhannesdóttir.
Margrét Frímannsdóttir.
Þuríður Backman.




Fylgiskjal VIII.

Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 2003 (10 Samgönguráðuneyti).

Frá meiri hluta samgöngunefndar.



    Samgöngunefnd hefur að beiðni fjárlaganefndar fjallað um þann hluta fjárlagafrumvarpsins sem er á málefnasviði hennar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 8. október 2002.
    Nefndin fékk á sinn fund Jón Birgi Jónsson, Halldór S. Kristjánsson, Odd Einarsson og Jóhann Guðmundsson frá samgönguráðuneyti og gerðu þeir grein fyrir þeim liðum frumvarpsins sem snerta ráðuneytið. Þá komu á fund nefndarinnar Hermann Guðjónsson, Gísli Viggósson og Kristján Helgason frá Siglingastofnun Íslands, Þorgeir Pálsson flugmálastjóri, Hrafnkell Gíslason frá Póst- og fjarskiptastofnun, Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri frá Vegagerðinni og Baldvin Birgisson frá Flugskóla Íslands.
    Meiri hlutinn gerir ekki athugasemdir við þá liði frumvarpsins sem eru á málefnasviði hennar en bendir á að hugsanlega þurfi að breyta einstökum liðum og þá í samræmi við væntanlega samgönguáætlun.
    Meiri hlutinn leggur til óbreytta skiptingu á safnlið 10-190-1.12, Vetrarsamgöngur og vöruflutningar, frá síðasta ári en þá tók nefndin skiptingu samkvæmt liðnum til gagngerrar endurskoðunar. Meiri hlutinn mælist til þess að því fé sem stendur eftir óskipt verði ráðstafað af samgönguráðherra að fenginni umsögn Vegagerðarinnar. Við skiptingu skal við það miðað að upphæðinni sé skipt niður á byggðarlög þar sem sérstakir erfiðleikar eru í vetrarsamgöngum og þörf er talin á viðbót við snjómokstur.
    Meiri hlutinn leggur til að samgönguminjasafnið Ystafell fái 2,5 millj. kr. styrk af lið 10- 190-1.45, Söfn tengd samgöngum og ferðaþjónustu, og sömuleiðis véla- og samgönguminjasafnið að Stóragerði í Óslandshlíð í Skagafirði. Þá leggur meiri hlutinn til að veittur verði styrkur til uppbyggingar á Þórbergssetri að Hala í Suðursveit að fjárhæð 5 millj. kr. og jafnframt að veittur verði 1 millj. kr. styrkur til Sögu- og flugminjasafns Suðurnesja sem greiðist af lið 10-190-1.42, Gestastofur, söfn og markaðsstarf. Loks leggur meiri hlutinn til að veittur verði styrkur að upphæð 0,8 millj. kr. til Papeyjarferða ehf. sem heldur uppi áætlunarsiglingum milli Djúpavogs og Papeyjar.
    Arnbjörg Sveinsdóttir og Ísólfur Gylfi Pálmason skrifa undir álitið með fyrirvara vegna setu í fjárlaganefnd.

Alþingi, 19. nóv. 2002.

Guðmundur Hallvarðsson, form.
Þorgerður K. Gunnarsdóttir.
Sigríður Ingvarsdóttir.
Arnbjörg Sveinsdóttir, með fyrirvara.
Ísólfur Gylfi Pálmason, með fyrirvara.




Fylgiskjal IX.

Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 2003 (10 Samgönguráðuneyti).

Frá minni hluta samgöngunefndar.



    Minni hlutinn telur fráleitt að ætla samgöngunefnd að fjalla um frumvarp til fjárlaga við þær kringumstæður sem nú eru varðandi stefnumótun í samgöngumálum í landinu. Sú einkennilega staða er nú uppi að engin gild vegáætlun fyrir árið 2003 liggur fyrir né flugmálaáætlun. Samgönguráðherra hefur boðað að tillaga til þingsályktunar um samræmda samgönguáætlun verði lögð fyrir Alþingi nú á þessu haustþingi og jafnframt að ætlunin sé að afgreiða hana fyrir áramót. Í samræmdri samgönguáætlun verða lögð drög að fjárveitingum til vegamála, flugmála sem og hafna- og siglingamála á næstu árum, þar á meðal því næsta. Það er því ljóst að þrátt fyrir að í gildi séu áætlanir í siglingamálum fyrir næsta ár kunna þær jafnframt að breytast með tilkomu samgönguáætlunar. Af þessu má ljóst vera að meginhluti frumvarpsins er varðar samgönguráðuneytið er í uppnámi og viðbúið að flestir liðir muni breytast.
    Samgönguáætlun er ætlað að vera sá grunnur sem fjárframlög til samgöngumála byggjast á með sama hætti og vegáætlun, hafnaáætlun og flugmálaáætlun áður. Efni hinnar samræmdu samgönguáætlunar er hins vegar enn sem komið er leyndarmál ríkisstjórnarinnar. Það eru því fráleit vinnubrögð af hálfu ríkisstjórnarinnar að ætla samgöngunefnd og þingmönnum almennt að fjalla um og taka afstöðu til fjárlagatillagna sem í raun eru marklitlar þar sem gera má ráð fyrir að þær taki breytingum í samræmi við samgönguáætlun.
    Það er álit minni hlutans að samgöngunefnd sé með öllu ófært að fjalla um eða taka afstöðu til þeirra fjárlagatillagna sem í frumvarpinu birtast og varða vega-, siglinga- og flugmál. Að áliti minni hlutans bar samgöngunefnd að fresta álitsgjöf til fjárlaganefndar þar til samgönguáætlun hefði verið lögð fram og samþykkt af þinginu. Minni hlutinn kynnti þessa afstöðu sína fyrir meiri hluta nefndarinnar sem reyndist annarrar skoðunar. Minni hlutinn skorar því á fjárlaganefnd að fresta afgreiðslu mála sem lúta að samgönguáætlun þar til tillaga til þingsályktunar um samræmda samgönguáætlun hefur verið lögð fram og samþykkt af þinginu. Í framhaldi af því væri síðan nauðsynlegt að afla álits samgöngunefndar að nýju.
    Minni hlutinn vekur athygli á að fjárveitingar til ferðamála eru í engu samræmi við þær gífurlegu tekjur sem atvinnugreinin færir þjóðarbúinu. Þrátt fyrir að menn séu sammála um að enn sé unnt að auka þessar tekjur verulega er ríkisstjórnin ekki tilbúin til að leggja til þá fjármuni sem nauðsynlegir eru til landkynningar og markaðsmála. Samgöngunefnd fjallaði nánast ekkert um fjárþörf og skiptingu fjár til ferðamála, sem er í fullkomnu ósamræmi við mikilvægi málaflokksins. Framlög skortir til þróunar- og frumkvöðlastarfs og ekki hvað síst til eflingar og reksturs upplýsingamiðstöðva ferðamála víðs vegar um landið. Minni hlutinn bendir sérstaklega á nauðsyn þess að gera myndarlegt átak til auka fjölda ferðamanna yfir vetrarmánuðina.

19. nóv. 2002.

Jón Bjarnason.




Fylgiskjal X.

Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 2003 (11 Iðnaðarráðuneyti).

Frá iðnaðarnefnd.



    Iðnaðarnefnd hefur fjallað um þann kafla fjárlagafrumvarpsins sem er á hennar málefnasviði, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 8. október sl.
    Nefndin fékk á sinn fund Þorkel Helgason og Sveinbjörn Björnsson frá Orkustofnun, Smára Sigurðsson og Hallgrím Jónasson frá Iðntæknistofnun og Hákon Ólafsson frá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Þá komu á fund nefndarinnar Kristmundur Halldórsson og Gunnar Örn Gunnarsson frá iðnaðarráðuneyti og skýrðu þeir þá liði frumvarpsins sem varða ráðuneytið og stofnanir þess. Einnig bárust nefndinni skriflegar athugasemdir frá Byggðastofnun.
    Rannsóknir eru undirstaða framfara. Nýjungar spretta upp úr rannsókna- og þróunarstarfi. Vegna þeirra starfa hafa orðið miklar framfarir á mörgum sviðum atvinnulífs okkar. Þannig má segja að Íslendingar séu leiðandi á sviði orkunýtingar sem og í ýmsum greinum byggingartækni. Mikil gerjun á sér stað á ýmsum nýjum sviðum vegna merkilegs rannsóknastarfs. Möguleikar til frekari sóknar eru til staðar ef rétt er á haldið og rannsókna- og þróunarstarfi búin þau skilyrði sem nauðsynleg eru.
    Forstöðumenn rannsóknastofnana iðnaðarráðuneytis eru uggandi um stöðu grunnrannsókna og nýsköpunar vegna fjárskorts. Stöðugt stærri hluti fjármögnunar stofnananna er tilkominn vegna sjálfsaflafjár. Að sama skapi fer hlutur grunnrannsókna þverrandi og möguleikar til nýsköpunar. Má í því sambandi nefna úrvinnslu léttmálma, líftækni, nýsköpunarmiðstöð, atvinnuþróunarfélög, nýtt eldsneyti, sjóðandi lághita, háhita til iðnaðarnota, baðlækningar og ámóta þætti.
    Í riti iðnaðarráðuneytis, Hlutverk rannsóknastofnana iðnaðarráðuneytis (september 2001), eru tilgreind verkefni á áðurnefndu sviði rannsókna og nýsköpunar. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2003 sér þess naumast merki að við þeim tilmælum hafi verið orðið. Þá kemur fram á bls. 18 í sama riti að fjárframlög til iðnaðarráðuneytis hafi farið hlutfallslega lækkandi frá árinu 1987 meðan framlög til annarra atvinnuráðuneyta hafi hækkað. Iðnaðarnefnd telur þetta óeðlilega þróun í ljósi mikilvægis og þeirra tækifæra sem felast í rannsóknum og nýsköpun stofnana iðnaðarráðuneytis.
    Samkvæmt framansögðu gerir iðnaðarnefnd það að tillögu sinni að útgjöld til einstakra stofnana á sviði iðnaðar og nýsköpunar verði hækkuð sem hér segir:
     1.      Lögð er til hækkun á lið 11-201 Iðntæknistofnun Íslands um 35 millj. kr. vegna nýsköpunarmiðstöðvar.
     2.      Lögð er til hækkun á lið 11-301 Orkustofnun um 67 millj. kr. vegna auðlindahagfræði, kortagerðar vatnatilskipunar, nýs eldsneytis, þróunaraðstoðar vegna jarðhita, sjóðandi lághita, háhita til iðnaðarnota og baðlækninga.
     3.      Lögð er til hækkun á lið 11-411 Byggðastofnun – 1.11 Atvinnuráðgjafar á landsbyggðinni um 8,6 millj. kr. til að bæta upp verðlagsbreytingar fyrri ára. Þessi tillaga er í samræmi við ósk Byggðastofnunar.
    Þá vekur nefndin athygli á því að enn hefur ekki verið gengið eftir uppgjöri orkufyrirtækja vegna grunnrannsókna hins opinbera svo sem gert hefur verið ráð fyrir. Þar kunna að leynast þeir fjármunir sem nýta mætti á sviði grunnrannsókna. Telur nefndin brýnt að þegar í stað verði gengið eftir slíku uppgjöri og fjármunirnir notaðir eins og til var stofnað. Loks vekur nefndin athygli á því að ekki virðist vera gert ráð fyrir kostnaði sem hlaust af starfslokasamningi við fyrrverandi forstjóra Byggðastofnunar í tillögu um fjárveitingu til stofnunarinnar.
    Árni R. Árnason var fjarverandi við afgreiðslu málsins. Árni Steinar Jóhannsson, Svanfríður Jónasdóttir og Össur Skarphéðinsson skrifa undir álitið með fyrirvara.

Alþingi, 11. nóv. 2002.

Hjálmar Árnason, form.
Guðjón Guðmundsson.
Ísólfur Gylfi Pálmason.
Pétur Blöndal.
Kjartan Ólafsson.
Árni Steinar Jóhannsson, með fyrirvara.
Svanfríður Jónasdóttir, með fyrirvara.
Össur Skarphéðinsson, með fyrirvara.




Fylgiskjal XI.

Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 2003 (14 Umhverfisráðuneyti).

Frá umhverfisnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um þann kafla fjárlagafrumvarpsins sem er á hennar málefnasviði, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 8. október 2002.
    Á fund nefndarinnar komu Þórður H. Ólafsson frá umhverfisráðuneyti, Magnús Jónsson frá Veðurstofu Íslands, Friðrik Dagur Arnarson og Hildur Þórisdóttir frá Landvarðafélagi Íslands, Jón Gunnar Ottósson frá Náttúrufræðistofnun Íslands og Árni Bragason frá Náttúruvernd ríkisins.
    Í frumvarpinu koma fram nokkrar breytingar sem m.a. helgast af því að samkvæmt lögum um Umhverfisstofnun, nr. 90/2002, verður sérstök stofnun, Umhverfisstofnun, sett á fót og tekur frá og með 1. janúar nk. við verkefnum Hollustuverndar ríkisins, Náttúruverndar ríkisins, veiðistjóraembættisins og hreindýraráðs og annast framkvæmd dýraverndarlaga. Gert er ráð fyrir að fjárveitingar sem áður hafa runnið til framangreindra stofnana renni til Umhverfisstofnunar í fjárlögum 2003 auk 49,9 millj. kr. hækkunar en þar af eru 10,9 millj. kr. vegna launa- og verðlagshækkana. Nefndin hefur kynnt sér sérstaklega hvernig vinnu við að koma Umhverfisstofnun á laggirnar vindur fram, helstu áhersluþætti í þeirri vinnu og starfsmannamál og leggur áherslu á að vandað verði til vinnunnar svo að fjárveitingar til stofnunarinnar nýtist sem best.
    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir hækkun til Umhverfisstofnunar en af þeirri hækkun eru 15 millj. kr. ætlaðar til þjóðgarða og landvörslu. Kom fram í máli fulltrúa ráðuneytisins að fjárhæðin væri hugsuð bæði til uppbyggingar á nýjum þjóðgörðum og til áframhaldandi uppbyggingar eldri þjóðgarða. Fulltrúi Náttúruverndar ríkisins benti á að hann teldi að þessu fé væri best varið með því að ráða heilsársstarfsmenn í þjóðgarðana. Nefndin tekur undir það en leggur sérstaka áherslu á nægilegar fjárveitingar til hins nýja þjóðgarðs Snæfellsjökuls svo að hægt verði að fylgja stofnun hans eftir og halda áfram uppbyggingarstarfsemi þar.
    Málefni Veðurstofu Íslands voru rædd á fundum nefndarinnar. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir 408,7 millj. kr. fjárveitingu til stofnunarinnar. Fulltrúi hennar telur hana ekki nægilega og sagði stöðnun ríkja á helstu sviðum stofnunarinnar vegna fjárskorts. Greindi hann frá því að hagræðingarkröfum síðustu ára hefði aðallega verið mætt með frestun verkefna, vanrækslu í viðhaldi og seinkun á endurnýjun tækja og stífu aðhaldi í rekstri stofnunarinnar í Reykjavík. Hagræðing sem krafist er af stofnuninni vegna næsta árs mundi væntanlega beinast að rekstri hennar á landsbyggðinni því lengra yrði ekki gengið í Reykjavík nema fella niður einhver þeirra verkefna sem stofnunin á að sinna lögum samkvæmt. Að mati nefndarinnar verður að kanna hvernig leysa megi mál stofnunarinnar.
    Nefndin fjallaði um málefni Landmælinga og bendir á að skoða þurfi hvort sértekjukrafa Landmælinga sé of há. Nefndin hvetur enn fremur til þess að fjármagn verði veitt til þess að ljúka uppsetningu safns Landmælinga á Akranesi.
    Nefndin ræddi mál Náttúrufræðistofnunar Íslands en fram kom hjá fulltrúa stofnunarinnar að hún ætti við fjárhagsvanda að glíma á þessu ári. Greindi hann frá því að fjárveitingar hefðu verið nær óbreyttar að raungildi milli áranna 2001 og 2002 og ekki fengist viðbót til að mæta margvíslegum uppsöfnuðum vanda vegna lögboðinna verkefna, t.d. vinnu við náttúruverndaráætlun, verkefna sem tengjast Ofanflóðasjóði og vinnu við náttúrufarsrannsóknir á hálendinu vegna rammaáætlunar um vatnsaflsvirkjanir. Þá er gert ráð fyrir að stofnunin reki náttúrugripasafn en lítið sem ekkert fé fæst til þeirrar starfsemi. Nefndin mælir með því að fjárveiting til stofnunarinnar verði hækkuð svo að henni verði kleift að sinna verkefnum sínum á fullnægjandi hátt.
    Ísólfur Gylfi Pálmason og Ásta Möller voru fjarverandi við afgreiðslu málsins. Kolbrún Halldórsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifa undir álit þetta með fyrirvara sem þær munu greina frá í ræðum sínum við umræðu um málið í þingsal. Jóhann Ársælsson skrifar undir með fyrirvara vegna afgreiðslu nefndarinnar á safnliðum.

Alþingi, 18. nóv. 2002.

Magnús Stefánsson, form.
Gunnar Birgisson.
Jóhann Ársælsson, með fyrirvara.
Katrín Fjeldsted.
Kolbrún Halldórsdóttir, með fyrirvara.
Kristján Pálsson.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, með fyrirvara.