Ađrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 402. máls.
128. löggjafarţing 2002–2003.
Ţskj. 510  —  402. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, međ síđari breytingum.

Frá 2. minni hluta efnahags- og viđskiptanefndar.    Frumvarp fjármálaráđherra um hćkkun á áfengisgjaldi er einfalt skattahćkkunarfrumvarp ríkisstjórnar sem hefur misst tök á útgjöldum ríkissjóđs í ađdraganda alţingiskosninga. Í frumvarpinu felst ađ álögur á ţá sem neyta áfengis og tóbaks eru auknar í ţví skyni ađ auka tekjur ríkissjóđs vegna mikilla útgjalda. Ţá verđur ađ vekja sérstaka athygli á afar ósmekklegri tilvitnun í greinargerđ međ frumvarpinu ţar sem reynt er ađ tengja saman ţessa skattahćkkun viđ smávćgilega hćkkun sem Landssamband aldrađra knúđi í gegn í ţágu lífeyrisţega og tekur gildi um nćstu áramót. Eđlilegra hefđi veriđ ađ vísa til mikilla skattaívilnana ríkisstjórnarinnar til handa stórfyrirtćkjum og auđmönnum en ađ gera lífeyrisţega ábyrga fyrir ţessum skattahćkkunum.
    Á fundi í efnahags- og viđskiptanefnd gagnrýndi fulltrúi ASÍ ţessa skattahćkkun ríkisstjórnarinnar harđlega. Ekkert samráđ var haft viđ ASÍ um ţessa hćkkun ţrátt fyrir sameiginlega yfirlýsingu ríkisstjórnarinar og ASÍ fyrr á árinu um aukiđ samstarf viđ ađ ná verđbólgunni niđur og halda henni innan tilskilinna marka. Ţetta taldi ASÍ alvarlegt í ljósi ţess ađ falliđ var frá ţessari sömu hćkkun fyrr á árinu vegna óćskilegra áhrif hennar á verđbólgumarkmiđ í tengslum viđ kjarasamninga. Jafnframt taldi ASÍ ađ ţessi skattahćkkun gćti veriđ fordćmi, sem t.d. sveitarfélög og tryggingafélög gćtu notađ til ađ rökstyđja hćkkun á sínum tekjum.
    Áhrif frumvarpsins eru m.a. ţau ađ skuldir heimilanna hćkka um 2 milljarđa kr. Sem dćmi má nefna ađ 10 millj. kr. verđtryggt lán hćkkar samstundis um 30 ţús. kr. Greiđslur af láni sem er til sjö ára hćkkar um 4 ţús. kr. á ári. Greiđslur af 25 ára húsbréfum hćkka um 1–2 ţús. kr á ári.
    Ţađ kom fram á fundi efnahags- og viđskiptanefndar ađ ţrátt fyrir ađ áfengisgjald hafi ekki hćkkađ mikiđ undanfariđ hefur ţessi breyting á áfengisgjaldinu ţađ í för međ sér ađ verđ á áfengi mun hćkka langt umfram hćkkun neysluvísitölunnar á ţessu ári. Hćkkun á áfengi á árinu vekur sérstaka eftirtekt í ljósi ţess ađ krónan hefur styrkst um hátt í 20% á árinu, sem viđ eđlilegar ađstćđur hefđi átt ađ hafa verđlćkkun á áfengi í för međ sér.
    Skattahćkkuninni er ćtlađ ađ skila ríkissjóđi 1.100 millj. kr., 800 millj. kr. vegna hćkkunar á tóbaki og 300 millj. kr. vegna hćkkunar á áfengi. Miđađ er viđ óbreytta sölu á áfengi hjá ÁTVR á árinu 2003.
    Vinnubrögđin viđ ţetta mál er mjög ámćlisverđ. Minni hlutinn reyndi ađ ná samstöđu viđ meiri hlutann um ađ verja auknum hluta af skattahćkkuninni í forvarnarsjóđ. Um ţađ var fjármálaráđherra ekki til viđrćđu. Minni hlutinn leggur ţví til ađ gjald í forvarnarsjóđ verđi hćkkađ úr 1% í 1,5%.     Međ vísan til framangreinds er allri ábyrgđ af ţessari skattahćkkun vísađ á ríkisstjórnina.

Alţingi, 28. nóv. 2002.Jóhanna Sigurđardóttir,


frsm.


Lúđvík Bergvinsson.