Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 499. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 832  —  499. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um tjónaskuldir (bótasjóði) vátryggingafélaga.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hver var staða tjónaskuldar (bótasjóða) vátryggingafélaganna árin 2000, 2001 og 2002 og hvernig hefur tjónaskuldin samsvarað óuppgerðum heildarskuldbindingum félaganna árlega frá 1995?
     2.      Telur Fjármálaeftirlitið að tilefni sé til lækkunar á lögboðnum bifreiðatryggingum í ljósi afkomu tryggingafélaganna og stöðu bótasjóða?
     3.      Er það mat Fjármálaeftirlitsins að framlög hafi verið eðlileg í bótasjóðina með tilliti til áætlaðra tjónaskuldbindinga?
     4.      Hve mikil framlög í sjóðina hafa losnað úr tjónaskuld árlega sl. fimm ár?
     5.      Telur Fjármálaeftirlitið að eðlilega sé staðið að ávöxtun og áhættudreifingu bótasjóðanna? Er ástæða til að breyta þeim reglum sem unnið er eftir um ákvörðun tjónaskuldar, ávöxtun eða áhættudreifingu?


Skriflegt svar óskast.