Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 606. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 968  —  606. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um rekstur framhaldsskóla.

Frá Gísla S. Einarssyni.



     1.      Hefur þeim fjármunum verið ráðstafað sem samkvæmt fjárlögum fyrir þetta ár eru til ráðstöfunar hjá menntamálaráðuneytinu til að styrkja rekstur framhaldsskólanna?
     2.      Hvaða skólar hafa fengið fjármuni til styrktar rekstri, hve háa upphæð hefur hver skóli fengið og hvaða vinnureglur eru lagðar til grundvallar við úthlutun umræddra fjármuna?
     3.      Hvaða framhaldsskólar voru reknir með halla sl. fimm ár? Hve mikinn rekstrarhalla var hver skóli með árlega þessi ár?
     4.      Í hvaða framhaldsskólum er kennd rafeindavirkjun í vetur, skólaárið 2002–2003, og í hvaða framhaldsskólum hefur hún verið kennd sl. fimm ár?
     5.      Hve margir nemendur eru við nám í bifvélavirkjun í vetur og hversu margir í vélvirkjun?
     6.      Hve margir nemendur voru við nám í bifvélavirkjun og hversu margir í vélvirkjun, árin 1997–2001, sundurliðað eftir skólum og skólaárum?
     7.      Hve margir nemendur eru við nám í bakaraiðn í vetur og hve margir voru í slíku námi 1997–2001, sundurliðað eftir skólum og skólaárum?


Skriflegt svar óskast.