Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 464. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1052  —  464. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um almannavarnir, lögreglulögum, lögum um Viðlagatryggingu Íslands, lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum og lögum um fjarskipti (stjórnsýsla almannavarna).

Frá meiri hluta allsherjarnefndar (ÞKG, KF, JBjart, ÁMöl, KÓ).



     1.      Við 1. gr. Á eftir orðinu „dómsmálaráðherra“ í efnismálsgreininni komi: að höfðu samráði við almannavarnaráð, sbr. 6. gr.
     2.      Á eftir 1. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                   5. gr. laganna orðast svo:
                  Landlæknir fer í umboði heilbrigðisráðherra með stjórn þeirra þátta almannavarna er varða málefni heilbrigðisstofnana, læknismeðferð og hjúkrun á sjúkum og særðum. Stjórn sóttvarna er í höndum sóttvarnalæknis.
                  Landlæknisembættið hefur með höndum forvarnir, leiðbeiningar og almannafræðslu er varða málefni sem ógna heilsu manna.
                  Forráðamönnum heilbrigðisstofnana ber samkvæmt tilmælum landlæknis að undirbúa og framkvæma ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að geta veitt sjúkum og særðum móttöku og meðferð á hættutímum. Þeim ber og að taka þátt í undirbúningi að stofnun og rekstri varasjúkrahúsa.
     3.      Við 2. gr.
                  a.      Við fyrri málslið 1. efnismgr. bætist: að höfðu samráði við almannavarnaráð, sbr. 4. mgr.
                  b.      Eftirfarandi breytingar verði á 2. efnismgr.:
                      1.      B-liður orðist svo: Vöktun og mat á hættu ásamt öflun upplýsinga í samvinnu við hlutaðeigandi stofnanir.
                      2.      C-liður orðist svo: Viðbúnaður vegna geisla- og kjarnorkuvár í samvinnu við Geislavarnir ríkisins.
                      3.      Á eftir c-lið komi tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:
                          d.    Viðbúnaður vegna mengunaróhappa í samvinnu við Umhverfisstofnun og landlæknisembættið.
                          e.    Að hafa samvinnu við yfirdýralækni og landlæknisembættið um viðbrögð og varnaraðgerðir gegn dýrasjúkdómum sem ógnað geta almannaheill.
                      4.      Við d-lið bætist: í samvinnu við hlutaðeigandi stofnanir.
                      5.      Við e-lið bætist: í samvinnu við hlutaðeigandi stofnanir.



Prentað upp á ný.



                  c.      4. efnismgr. orðist svo:
                          Sérstakt ráð, almannavarnaráð, skal vera ríkisstjórninni til ráðgjafar um almannavarnir. Ráðið skal starfa með ríkislögreglustjóra þegar almannavarnaástand skapast. Í ráðinu eiga sæti forstjóri Landhelgisgæslunnar, landlæknir, ríkislögreglustjóri, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, forstjóri Landssíma Íslands, vegamálastjóri, veðurstofustjóri, flugmálastjóri, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjörg og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ráðherra skipar óháðan formann ráðsins án tilnefningar. Ráðherra getur sett nánari reglur um aðild að ráðinu og starf þess.
     4.      Við 5. gr. Við 2. málsl. 1. efnismgr. bætist: og almannavarnaráð.
     5.      Við 6. gr. Efnismálsgreinin orðist svo:
                  Á hættutíma hefur ríkislögreglustjóri ákvörðunarvald um flutning hjálparliðs á milli umdæma til aðstoðar á hættusvæði, að höfðu samráði við viðkomandi lögreglustjóra og almannavarnaráð.
     6.      Við 9. gr. Við a-lið bætist: að höfðu samráði við almannavarnaráð.
     7.      Við 11. gr. Greinin orðist svo:
                   1. mgr. 5. gr. laganna orðast svo:
                  Ríkislögreglustjóri skal undir yfirstjórn dómsmálaráðherra og að höfðu samráði við almannavarnaráð annast gerð neyðaráætlana, svo og sjá um leiðbeiningar og almannafræðslu um hættu af ofanflóðum í samvinnu við Veðurstofu Íslands.
     8.      Við 12. gr. Greinin orðist svo:
                  3. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna orðast svo: Skulu uppdrættirnir staðfestir af umhverfisráðherra og kynntir ríkislögreglustjóra, almannavarnaráði og hlutaðeigandi almannavarnanefndum.
     9.      Við 13. gr. Greinin orðist svo:
                  1. málsl. 2. mgr. 54. gr. laganna orðast svo: Í neyðartilvikum, svo sem þegar um er að ræða eldgos, jarðskjálfta, snjóflóð o.s.frv., getur samgönguráðherra að beiðni ríkislögreglustjóra, að höfðu samráði við almannavarnaráð, mælt fyrir um takmörkun fjarskipta sem truflað geta neyðar- og öryggisfjarskipti.
     10.      Við 14. gr. Greinin orðist svo:
                   Lög þessi öðlast þegar gildi.