Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 511. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1136  —  511. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um rannsóknir á samfélagslegum áhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Umsagnir bárust frá Alþýðusambandi Íslands, Byggðastofnun, Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, Þróunarstofu Austurlands, Samtökum atvinnulífsins og Byggðarannsóknastofnun Íslands.
    Í tillögunni er lagt til að Alþingi samþykki að fela Byggðarannsóknastofnun Íslands, í samvinnu við Þróunarstofu Austurlands, að fylgjast með samfélagsbreytingum og þróun byggðar og atvinnulífs á því landsvæði þar sem álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi gætir mest.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.
    Pétur H. Blöndal var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 7. mars 2003.



Hjálmar Árnason,


form., frsm.


Guðjón Guðmundsson.


Bryndís Hlöðversdóttir.



Svanfríður Jónasdóttir.


Árni R. Árnason.


Árni Steinar Jóhannsson.



Kjartan Ólafsson.


Ólafur Örn Haraldsson.