Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 650. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1283  —  650. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breytingu á mörkum Suðvesturkjördæmis og Reykjavíkurkjördæmis suður.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Hjalta Zóphóníasson frá dómsmálaráðuneyti.
    Með frumvarpi þessu er lagt til að Alþingi samþykki breytingar á mörkum Suðvesturkjördæmis og Reykjavíkurkjördæmis suður til samræmis við samkomulag sveitarfélaganna. Samkvæmt heimild í 2. mgr. 3. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, hefur félagsmálaráðuneytið breytt mörkunum til staðfestingar á nefndu samkomulagi. Skv. 129. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, verður ákvæðum um kjördæmamörk ekki breytt nema Alþingi samþykki það með 2/ 3 hluta atkvæða, sbr. 6. mgr. 31. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Guðrún Ögmundsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 12. mars 2003.



Þorgerður K. Gunnarsdóttir,


form., frsm.


Katrín Fjeldsted.


Jónína Bjartmarz.



Lúðvík Bergvinsson.


Ásta Möller.


Guðjón A. Kristjánsson.



Kjartan Ólafsson.


Ólafur Örn Haraldsson.