Rannsókn kjörbréfa

Mánudaginn 26. maí 2003, kl. 20:51:46 (40)

2003-05-26 20:51:46# 129. lþ. 0.94 fundur 1#B rannsókn kjörbréfa#, dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 0. fundur, 129. lþ.

[20:51]

Dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Í 104. gr. kosningalaganna segir í 2. mgr., með leyfi forseta:

,,Þá skal yfirkjörstjórn setja alla notaða kjörseðla undir innsigli og skal gildum og ógildum kjörseðlum haldið sér. Kjörseðlana skal geyma þar til Alþingi hefur úrskurðað um gildi kosninganna, sbr. 120. gr., enda sé þeirra eigi þörf vegna kæru sem beint hefur verið til lögreglustjóra. Að því búnu skal eyða kjörseðlunum og skrá yfirlýsingu um það í gerðabók yfirkjörstjórnar.``

Ég mun að sjálfsögðu eins og aðrir fara að þessum lögum.