Afbrigði

Þriðjudaginn 27. maí 2003, kl. 14:11:52 (57)

2003-05-27 14:11:52# 129. lþ. 1.96 fundur 71#B afbrigði# (afbrigði við dagskrá), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 1. fundur, 129. lþ.

[14:11]

Forseti (Halldór Blöndal):

Leita þarf afbrigða frá þingsköpum þar sem samkomulag er milli þingflokka um annan ræðutíma í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld en kveðið er á um í 2. mgr. 73. gr. þingskapa, þ.e. að umferðir verði þrjár, 12 mínútur, 6 mínútur og 5 mínútur en forsætisráðherra hafi 20 mínútur til framsögu. Skoðast afbrigðin samþykkt ef enginn hreyfir andmælum.