Hlutað um sæti þingmanna skv. 4. mgr. 3. gr. þingskapa

Þriðjudaginn 27. maí 2003, kl. 14:12:48 (58)

2003-05-27 14:12:48# 129. lþ. 1.5 fundur 27#B hlutað um sæti þingmanna skv. 4. mgr. 3. gr. þingskapa#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 1. fundur, 129. lþ.

[14:12]

Forseti (Halldór Blöndal):

Samkvæmt 4. mgr. 3. gr. þingskapa skal nú hlutað um sæti þingmanna. En þar sem gert er ráð fyrir því að þing standi eigi nema fram á þetta kvöld, þá leita ég afbrigða frá þingsköpum um að ekki verði dregið um sæti að þessu sinni en þingmenn haldi þeim sætum sem þeir hafa nú, þ.e. ef ekki eru athugasemdir við það. (MÁ: Það er athugasemd við það.) Það eru athugasemdir við það. Þá verður hlutað um sæti.

Sætaúthlutun fer þannig fram að þingmenn verða kvaddir hingað að forsetaborði með nafnakalli og draga sér sæti. Hlutað verður um hver dregur fyrstur. Upp kemur talan 17.