Störf þingnefnda

Fimmtudaginn 29. janúar 2004, kl. 10:54:36 (3618)

2004-01-29 10:54:36# 130. lþ. 53.91 fundur 268#B störf þingnefnda# (aths. um störf þingsins), GAK
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur, 130. lþ.

[10:54]

Guðjón A. Kristjánsson:

Virðulegi forseti. Þetta mál sem við erum að ræða, undir athugasemdum um störf þingsins, var til umfjöllunar á þingi árið 2002, þ.e. deilan um sparisjóðina. Þar var tekin ákvörðun um að setja svokallaðar yfirtökuvarnir varðandi sparisjóðina. Ég tel að umræða okkar eigi að snúast um það sem nú stefnir í með sparisjóðina.

Ég tek hins vegar undir ummæli hv. þm. Ögmundar Jónassonar að það væri eðlilegt hjá hv. þm. Pétri Blöndal að athuga sína stöðu í þessu máli sem formaður nefndarinnar.