Orion-þotur

Mánudaginn 16. febrúar 2004, kl. 15:20:21 (4236)

2004-02-16 15:20:21# 130. lþ. 64.1 fundur 323#B Orion-þotur# (óundirbúin fsp.), utanrrh.
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 130. lþ.

[15:20]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Þetta er ekki spurningin um samningsstöðu. Þetta er spurning um að virða þær varnarskuldbindingar sem gilda samkvæmt varnarsamningnum. Það liggur ljóst fyrir af hálfu íslensku ríkisstjórnarinnar að við teljum að loftvarnir fyrir Ísland séu eitt aðalatriðið í því sambandi. Um það er verið að tala.

Við erum að sjálfsögðu alveg tilbúin til að ræða eftirlit með kafbátum. Það hafa engar viðræður farið fram milli Íslands og Bandaríkjanna um það mál. En ég veit að hv. þm. getur verið mér sammála um að það er ekki sama ástæða til eftirlits með kafbátum nú og var fyrir 20--30 árum.

Það er rangt hjá hv. þm. að það liggi ekkert fyrir um hvaða varnir við viljum hafa hér á landi. Sú fullyrðing er röng.