Veiðigjald og sjómannaafsláttur

Miðvikudaginn 18. febrúar 2004, kl. 13:38:48 (4329)

2004-02-18 13:38:48# 130. lþ. 66.91 fundur 336#B veiðigjald og sjómannaafsláttur# (aths. um störf þingsins), GHj
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 130. lþ.

[13:38]

Guðjón Hjörleifsson:

Virðulegi forseti. Það er töluverður munur á Jóni og Guðjóni. Það er heill guð á milli. Ég starfaði í auðlindanefndinni og ég var með tillögu um veiðileyfagjald eins og meiri hlutinn. En það var ágreiningur. Menn vildu fara fyrningarleiðina. Fram komu margar tillögur. Þar kom m.a. fram hvort veiðileyfagjald ætti að fara 50% til hafna heima í sveitarfélagi til að styrkja atvinnu þar, til að bregðast við ef það kæmu váleg tíðindi í sjávarútvegi eða til að styrkja atvinnugreinina og kanna fleiri möguleika. Það var ágreiningur í þessari nefnd þó margt gott hafi komið frá henni.

Ég sagði líka að veiðileyfagjald væri eitt og sjómannaafsláttur væri annað. En ef þessi umræða kemur hér upp í framhaldi af því sem Einar Oddur Kristjánsson hefur rætt um í fjölmiðlum þá finnst mér mjög eðlilegt að þetta verði skoðað og um það verði tekin umræða á Alþingi.