Nám í listgreinum á háskólastigi

Miðvikudaginn 18. febrúar 2004, kl. 14:13:49 (4345)

2004-02-18 14:13:49# 130. lþ. 66.2 fundur 397. mál: #A nám í listgreinum á háskólastigi# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., menntmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 130. lþ.

[14:13]

Menntamálaráðherra (Þorgerður K. Gunnarsdóttir):

Virðulegi forseti. Ég get ekki gert að því þó að hv. þm. verði fyrir vonbrigðum með svar mitt. Það kemur aftur á móti ekki til með að aftra mér í því að skoða þetta mál mjög vel með það að markmiði að efla almenna listmenntun sem háskólamenntun sem mest og best þannig að hún geti eflst hvar sem er á landinu, en við erum með þessi mál í ákveðnum farvegi. Við verðum að skoða þau gaumgæfilega, m.a. í ljósi þeirrar stöðu sem Listaháskóli Íslands er í í dag.