Starfsmenn í hlutastörfum

Mánudaginn 01. mars 2004, kl. 16:31:47 (4703)

2004-03-01 16:31:47# 130. lþ. 73.4 fundur 411. mál: #A starfsmenn í hlutastörfum# (EES-reglur) frv. 10/2004, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 130. lþ.

[16:31]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég verð þakka hæstv. félmrh. fyrir að hafa varpað svolitlu ljósi á þetta sérkennilega mál. Spurning mín til hæstv. félmrh. var hins vegar tvíþætt.

Í fyrsta lagi: Hvað bar í milli? Hæstv. ráðherra hefur með sínum hætti reynt að varpa ljósi á það. Ég verð að viðurkenna að það var ekki algjörlega skýrt í mínum huga. Látum það vera.

Hinn þáttur spurningar minnar var þessi: Var það hæstv. fjmrh. sem ekki gat fallist á að þeir samningar sem höfðu tekist um þetta atriði á almenna vinnumarkaðnum yrðu notaðir sem forskrift að niðurstöðu í samningum milli ríkisins og þeirra starfsmanna sem hér eiga hlut að máli?