Samkomudagur Alþingis og starfstími þess

Mánudaginn 01. mars 2004, kl. 17:38:33 (4713)

2004-03-01 17:38:33# 130. lþ. 73.5 fundur 147. mál: #A samkomudagur Alþingis og starfstími þess# frv., DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 130. lþ.

[17:38]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér finnst hv. þm. Helgi Hjörvar gera lítið úr starfi þingmannsins og vil ég mótmæla því að jólafrí þingmanna sé svo langt. Þetta er ekkert frí. Ég veit ekki annað en að við vinnum nánast alla daga, til að mynda var jólaleyfi mitt þannig að ég fór fyrir áramót til Georgíu í kosningaeftirlit og var þar í hálfan mánuð og þegar ég kom til baka var ég á fundum nánast hvern einasta dag. Hver einasta helgi hjá landsbyggðarþingmönnum fer í að sækja fundi, mæta á ráðstefnum og þingum hér og þar í kjördæminu.

Ég vil bara halda því til haga að við erum ekkert að leika okkur. Við stökkvum heldur ekki heim til okkar klukkan fjögur eða fimm á daginn til að sinna fjölskyldu okkar eða búum, það getum við ekki því við erum ekki heima hjá okkur.