Samkomudagur Alþingis og starfstími þess

Mánudaginn 01. mars 2004, kl. 17:40:14 (4715)

2004-03-01 17:40:14# 130. lþ. 73.5 fundur 147. mál: #A samkomudagur Alþingis og starfstími þess# frv., DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 130. lþ.

[17:40]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek undir margt af því sem komið hefur fram í umræðunni í dag, við megum skipuleggja starfið miklu betur. Mitt andsvar var við því að kalla þetta frí, því það er ekki frí. Það er mikil vinna að vera þingmaður. En ég tek undir það að við megum skipuleggja starfið miklu betur og mér finnst að við megum þess vegna vera lengra fram á sumarið og byrja fyrr að hausti.