Svar við fyrirspurn

Miðvikudaginn 03. mars 2004, kl. 14:38:41 (4829)

2004-03-03 14:38:41# 130. lþ. 76.91 fundur 380#B svar við fyrirspurn# (aths. um störf þingsins), menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 130. lþ.

[14:38]

Menntamálaráðherra (Þorgerður K. Gunnarsdóttir):

Hæstv. forseti. Ég kem að sjálfsögðu til með að svara þessari fyrirspurn hv. þm., auðvitað kemur ekki annað til greina, en ég hef álitið sem svo að ég hafi ekki haft svigrúm til að svara öllum þeim fjölmörgu fyrirspurnum sem menntmrh. fær. Ég hef lagt mig í líma við að reyna að svara þeim sem setja eitthvað nýtt fram í dagsljósið hverju sinni. Ég taldi mig hafa svarað nákvæmlega þessum spurningum, frú forseti, í utandagskrárumræðum ekki alls fyrir löngu.

Það er að sjálfsögðu ekkert mál fyrir mig að taka aftur upp þessa umræðu og svara fyrirspurn hv. þingmanns við fyrsta tækifæri fyrst hann þarf að segja þetta svona oft og tyggja þetta margoft ofan í hv. þingheim.

Vegna orða hv. þingmanns áðan, þar sem hann vitnaði í orð mín varðandi fjármál Háskóla Íslands, má líka gagn\-álykta sem svo að hann telji rétt að ríkisstofnanir fari fram úr lögum þegar þær telja svo bera undir. Það tel ég auðvitað alvarlegt í sjálfu sér, frú forseti.