Breyting á IX. viðauka við EES-samninginn

Þriðjudaginn 09. mars 2004, kl. 13:39:10 (5013)

2004-03-09 13:39:10# 130. lþ. 79.6 fundur 651. mál: #A breyting á IX. viðauka við EES-samninginn# (peningaþvætti) þál., utanrrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur, 130. lþ.

[13:39]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Frú forseti. Með þessari þáltill. er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn og fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins um ráðstafanir gegn því að fjármálakerfið sé notað til peningaþvættis. Gerð er grein fyrir efni þessarar ákvörðunar í tillögunni. Hún er prentuð sem fylgiskjal með henni ásamt þeirri tilskipun sem hér um ræðir.

Ákvörðun þessi kallar á lagabreytingar hér á landi og var tekin af sameiginlegu EES-nefndinni með stjórnskipulegum fyrirvara af Íslands hálfu eins og venja er til.

Varðandi efnisatriði nægir að nefna að með þessari ákvörðun er verið að fella inn í EES-samninginn ákvörðun tilskipun Evrópusambandsins um aðgerðir gegn peningaþvætti. Þessi tilskipun felur í sér breytingar á eldri tilskipun um þetta efni sem er hluti EES-samningsins. Með þessum breytingum er gildissvið tilskipunarinnar rýmkað auk þess að gerðar eru ýmsar smærri tæknilegar breytingar á eldri tilskipun.

Þessi tilskipun kallar á breytingar á almennum hegningarlögum hvað varðar svik sem beinast að fjárhagslegum hagsmunum en í dómsmrn. er verið að vinna að gerð lagafrv. af þessu tilefni.

Ég legg til, frú forseti, að að lokinni þessari umræðu verði tillögunni vísað til hv. utanrmn.