Húsnæðismál

Mánudaginn 29. mars 2004, kl. 16:34:16 (5707)

2004-03-29 16:34:16# 130. lþ. 89.7 fundur 785. mál: #A húsnæðismál# (íbúðabréf) frv., ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 130. lþ.

[16:34]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin. Það er ekki á hverjum degi sem ég get lýst stuðningi við að þættir stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar haldi. Það er ekki oft sem maður getur lýst því yfir en ég geri það nú. Vissulega stendur ekkert um hugsanlegar breytingar hvað varðar Íbúðalánasjóðinn í frv. Mér fannst mikilvægt að hafa skjalfest hvort þetta væri undirbúningur að því að færa kerfið yfir í bankakerfið. Maður heyrir þær raddir og kröfur frá mörgum að þeir telji eðlilegt að bankakerfið sjái um þessi lán og sé fullfært um það. Fari svo er ég hrædd um að markmið hæstv. ríkisstjórnar og ráðherra um að lækka vexti með þessu fyrirkomulagi muni ekki standast.