Fjárveitingar til sérsambanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands

Miðvikudaginn 31. mars 2004, kl. 14:56:42 (5887)

2004-03-31 14:56:42# 130. lþ. 92.5 fundur 803. mál: #A fjárveitingar til sérsambanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., GÖrl
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 130. lþ.

[14:56]

Gunnar Örlygsson:

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. þm. Valdimar Leó Friðrikssyni fyrirspurnina.

Ég er ekki í nokkrum vafa, virðulegi forseti, um að okkar skeleggi og hæstv. ráðherra menntamála og íþróttamála í þessu landi hafi mikinn áhuga og metnað til þess að efla almennt íþróttahreyfinguna í landinu. Þrennt verður að skoðast í þessu sambandi --- ég mun vekja frekari athygli á því síðar þar sem tillaga er væntanleg þeim sem hér stendur til umræðu hér eftir páska --- þ.e. að sparnaður felst í því fyrir heilbrigðiskerfið að auka vægi íþróttahreyfingarinnar. Fjárhagsleg velta leiðir til tekna atvinnufyrirtækja o.s.frv. Svo má líka meta þá miklu sjálfboðaliðsvinnu sem fer fram innan vébanda hreyfingarinnar og sparar um leið opinber útgjöld vegna samsvarandi lausna samfélagsins.

Ég ítreka enn og aftur ánægju mína með fyrirspurnina.