Háskóli Íslands

Fimmtudaginn 01. apríl 2004, kl. 11:28:15 (5966)

2004-04-01 11:28:15# 130. lþ. 93.1 fundur 780. mál: #A Háskóli Íslands# (dómnefndir, auglýsingar um störf o.fl.) frv., DJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur, 130. lþ.

[11:28]

Dagný Jónsdóttir (andsvar):

Frú forseti. Ég get ekki látið hjá líða að taka til máls. Þó að hæstv. menntmrh. hafi þegar svarað hv. þm. Merði Árnasyni vil ég ítreka að nú þegar skipar menntmrn. fulltrúa í dómnefndir í háskólanum og því vandséð af hverju hæstv. menntmrh. hefði þurft að útskýra það sérstaklega í framsögu áðan. Hæstv. menntmrh. er hér að leggja fram frv. sem unnið hefur verið í samráði við háskólayfirvöld. Sameiginlegt markmið er jú að einfalda og flýta því þunglamalega ráðningarkerfi sem nú tíðkast þar.

Einnig vil ég segja um ræðu hv. þm. Marðar Árnasonar, að mér fannst hún sérkennileg, að tala um valdhroka og valdníðslu sem ég hef ekki orðið vör við hjá hæstv. menntmrh.