Þjóðgarðurinn á Þingvöllum

Mánudaginn 05. apríl 2004, kl. 18:09:26 (6077)

2004-04-05 18:09:26# 130. lþ. 94.14 fundur 868. mál: #A þjóðgarðurinn á Þingvöllum# frv. 47/2004, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 130. lþ.

[18:09]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Auðvitað eiga Þingvellir helgari stað og þýðingarmeiri í hjarta voru heldur en fasteignir eða aðrir þess háttar þættir ríkisins. En varðandi heimildina til að selja land, jafnvel þarna, þá gildir stjórnarskráin. Það er ekki heimilt nema með samþykki Alþingis.

Ég geri ráð fyrir því, er sannfærður um það, að Alþingi mundi yfirleitt, hverjir sem það skipa hverju sinni, vera afar tregt til að selja hluta af þessu landi, leigja eða veðsetja.