Gjaldfrjáls leikskóli

Miðvikudaginn 14. apríl 2004, kl. 15:55:52 (6295)

2004-04-14 15:55:52# 130. lþ. 96.10 fundur 835. mál: #A gjaldfrjáls leikskóli# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., StP
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 130. lþ.

[15:55]

Steinunn K. Pétursdóttir:

Frú forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda, Ágústi Ólafi Ágústssyni, fyrir fyrirspurnina og fyrir að vekja athygli á þessu máli í sölum Alþingis.

Mig langar til að taka undir það sem fram hefur komið, bæði í máli hans og hv. þm. Kolbrúnar Halldórsdóttur, um það hversu mikið þjóðþrifamál þetta sé. Við megum ekki gleyma því að það eru þeir sem mestu byrðarnar bera sem greiða þessi háu leikskólagjöld. Það eru ungir foreldrar, oft einstæðir foreldrar, og þegar barnmargar fjölskyldur eiga í hlut eru þetta miklar álögur. Ég tel fulla ástæðu til að kanna hvort ekki sé hægt að leita leiða til að mæta þessum hópi þjóðfélagsins.