Kjarasamningar opinberra starfsmanna

Miðvikudaginn 14. apríl 2004, kl. 18:40:12 (6318)

2004-04-14 18:40:12# 130. lþ. 96.13 fundur 810. mál: #A kjarasamningar opinberra starfsmanna# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 130. lþ.

[18:40]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Ríkið hefur að undaförnu verið óvenjumikið leiðandi í samningum. Menn muna samninga sem gerðir voru hér, svona stofnanasamningar þar sem samið var við einstaka starfsmenn og leiddu svo út í atvinnulífið í framhaldi af því. Nú hefur ríkið gert samning við Starfsgreinasambandið sem mun leiða til þess að útgjöld vegna lífeyris til starfsmanna á almennum vinnumarkaði munu aukast verulega mikið. Ég fagna út af fyrir sig þeim samningi sem var löngu tímabært að gera.

En ég spyr hæstv. fjmrh.: Hefur verið farið yfir það hvaða afleiðingar verða af þessum samningi fyrir atvinnulífið í landinu í heild þegar þessi niðurstaða hefur breiðst út um allt samfélagið?