Frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum

Mánudaginn 26. apríl 2004, kl. 15:14:26 (6727)

2004-04-26 15:14:26# 130. lþ. 102.1 fundur 498#B frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 130. lþ.

[15:14]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Ég hlýt að ítreka það sem ekki komst til skila áðan, auðvitað var horft til þeirra sjónarmiða allra sem í nefndinni komu fram og litið til þeirra, allra þeirra sjónarmiða sem hv. þm. nefndi, við samningu frv. Það var haft náið samráð við lögfræðinga og þá ekki síst þá lögfræðinga sem skipað höfðu sæti í nefndinni. Sjónarmiða þeirra var auðvitað gætt.

Ég vil líka taka fram að ég er ekkert að halda því fram að það sé betra að prófessor fjalli um skýrslu sem hann hefur ekki séð, ég tala nú ekki um frv. sem hann hefur ekki lesið, heldur en hv. þingmaður. Hvort tveggja er a.m.k. athyglisvert.