Eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra

Miðvikudaginn 28. apríl 2004, kl. 21:42:11 (7048)

2004-04-28 21:42:11# 130. lþ. 105.1 fundur 509#B eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra# (munnl. skýrsla), PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 130. lþ.

[21:42]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Frú forseti. Þó hv. þingmenn Samfylkingarinnar hafi bent á að samkeppnislög dygðu ekki í sinni tillögu þá treysti ég nú skýrsluhöfundi betur. Það er nú einu sinni þannig með mig.

Varðandi Ríkisútvarpið þá er ég bara ekki á sama máli og skýrsluhöfundar. Ég tel varðandi einokun þá sem ríkið hefur haft á fjölmiðlun um áratugi að ríkið eigi ekkert erindi inn á þetta svið, fjölmiðlun. Þarna geta einstaklingar og starfsmenn Ríkisútvarpsins staðið sig alveg jafn vel þó Ríkisútvarpið væri ekki í eigu ríkisins.