2004-04-29 11:13:13# 130. lþ. 106.95 fundur 515#B staða viðræðna við Bandaríkjamenn um herinn og uppsagnir starfsmanna hjá hernum# (umræður utan dagskrár), JBjarn
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 130. lþ.

[11:13]

Jón Bjarnason:

Frú forseti. Það er fullkomið ábyrgðarleysi af hálfu hæstv. utanrrh. og íslenskra stjórnvalda að átta sig ekki á því hvað er að gerast. Ég held að öllum öðrum sé ljóst að bandarísk stjórnvöld eru að draga umsvif sín saman á Íslandi, eru að loka eða skerða mjög starfsemi herstöðvarinnar í Keflavík og fækka þar fólki. Þetta held ég að sé öllum ljóst.

Leiðin til að koma til móts við það er ekki að liggja á knjánum og reyna að hirða mola sem gætu dottið ofan af símaborði forseta Bandaríkjanna, eins og hæstv. utanrrh. gerir og kom fram í máli þingmanns Framsfl., hv. þm. Hjálmars Árnasonar.

Þeir sem stinga höfðinu í sandinn með svona alvarlegum hætti eru virkilega börn síns tíma, börn liðins tíma og átta sig ekki á því sem er að gerast. Það er ábyrgðarleysi gagnvart íbúum á Suðurnesjum. Þeir höfðu ekki á sínum tíma val um það hvort herinn yrði staðsettur á Miðnesheiði eða ekki. En í kringum hersetuna og herstöðina skópst heilmikil atvinna sem hefur mótað atvinnulíf Suðurnesjamanna til þessa. Það er því skylda íslenskra stjórnvalda að taka nú þegar inn í viðræður við Bandaríkjamenn hvernig þeir ætli að trappa niður starfsemi sína en jafnframt að koma inn í uppbyggingu atvinnulífs. Þeir bera siðferðislega ábyrgð á að skilja þar sæmilega við.

Ég spyr: Af hverju leitum við ekki til SÞ? Þarna eru gríðarleg mannvirki, friðarháskóli SÞ væri fínn á Suðurnesjum.