Afgreiðsla mála úr nefndum

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 15:43:31 (7350)

2004-05-03 15:43:31# 130. lþ. 108.94 fundur 527#B afgreiðsla mála úr nefndum# (um fundarstjórn), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[15:43]

Forseti (Halldór Blöndal):

Mér finnst þetta svolítið undarleg uppsetning. Hv. þingmenn báðu mig um að ræða málið við Pétur H. Blöndal og það var að þeirra frumkvæði sem ég átti tal við hann um þetta mál. En ekki lá hins vegar fyrir hvort hv. þingmaður ... (Gripið fram í.) Hv. þingmaður hafði boðað fund á morgun í nefndinni hvort sem var og þeim fundi sem hér er mest rætt um var ekki lokið. Því lá auðvitað fyrir að hv. þm. Pétur H. Blöndal hlaut að boða til framhaldsfundar í síðasta lagi í fyrramálið þannig að fundur minn með honum breytti engu um það. En til þess að rétt sé rétt þá er ljóst að það voru formenn þingflokkanna sem óskuðu eftir því að ég ætti fund með Pétri H. Blöndal og óskuðu eftir því að ég gerði það þegar í stað, áður en fundur hæfist hér klukkan þrjú, til þess að niðurstaða málsins lægi fyrir. Hún liggur fyrir. Það er orðið við beiðni nefndarmanna um að kallað verði á þá menn sem óskað hefur verið eftir og þess vegna hefur þessi umræða hér í þinginu verið án tilefnis.