Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 16:19:55 (7366)

2004-05-03 16:19:55# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[16:19]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Ég var mjög hissa þegar ég las ræðu eftir hæstv. forsrh., en hún er merkileg því hann sakar okkur í Frjálsl. um að vera að kasta sprengjum inn í íslenskt efnahagslíf og atvinnulíf þegar við ætluðum að koma á réttlátu og árangursríku fiskveiðistjórnarkerfi. Ég get ekki séð annað en að hann sé að kasta sprengjum hér.

Ég vil þess vegna spyrja hæstv. forsrh.: Hvað á það að þýða að setja afturvirk lög? Ég get ekki séð annað en að frv. sem við ræðum sé afturvirkt. Fjölmiðlafyrirtækin sem frv. beinist gegn hafa leyfi lengra fram í tímann en umrædd tvö ár sem fram koma í ákv. til brb.

Ég vil því spyrja lögfræðinginn og fyrrum blaðamanninn, hæstv. forsrh. Davíð Oddsson: Hvað á svona lagasetning að þýða?