Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 21:50:57 (7458)

2004-05-03 21:50:57# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[21:50]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Nú er það ég sem er í andsvörum, hv. þm. Ég vil spyrja út í ræðuna af því hún var athyglisverð. Honum var tíðrætt um ákveðinn viðskiptajöfur. Það mátti helst skilja á ræðunni að lagafrumvarpinu væri beinlínis beint gegn þessum ákveðna manni vegna þess að hann hefði misnotað sína fréttastöð. Mér finnst þetta staðfesta í raun þann grun sem uppi er í þjóðfélaginu, að lagafrv. sem við erum nú að ræða snúist einungis um persónulegan ágreining. Hæstv. forsrh. hefur horn í síðu þessa ákveðna manns og virðist vera að beina Alþingi til að koma höggi á hann.