Ljósmengun

Miðvikudaginn 05. maí 2004, kl. 18:30:28 (7717)

2004-05-05 18:30:28# 130. lþ. 110.13 fundur 682. mál: #A ljósmengun# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., umhvrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 130. lþ.

[18:30]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir):

Virðulegur forseti. Það er rétt að hingað koma Japanar í auknum mæli til að skoða norðurljósin. Þeir koma hingað einnig til að taka þátt í áramótagleði og upplifa stemninguna í kringum bálkestina á höfuðborgarsvæðinu og er það mjög gott.

Ég hef ekkert við það að athuga að ef heilbrigðisnefndir sveitarfélaga telja ástæðu til að gera sérstakar ráðstafanir á sínum svæðum. Ég tel það mjög æskilegt og ágætt. Ég býst við því að umræðan um þessi mál muni aukast í framtíðinni en ljósmengun er að mínu mati ekki orðið vandamál á Íslandi. Að mínu mati er mun nærtækara að einbeita sér að öðrum málum á næstunni og ekki í forgangi hjá okkur að grípa til sérstakra ráðstafana í þessu máli.