Útvarpslög og samkeppnislög

Þriðjudaginn 11. maí 2004, kl. 22:41:50 (7898)

2004-05-11 22:41:50# 130. lþ. 112.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, SJS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 130. lþ.

[22:41]

Steingrímur J. Sigfússon (andsvar):

Frú forseti. Það er kannski ekki ástæða til að eyða löngum tíma í rökræður um þetta hliðarspor í umræðunni hér um almenn og sértæk lög. Það er svona lagafræðileg umræða. Ég held hins vegar að þessi skil séu ekki eins glögg og hv. þm. vill vera láta finnst mér. Ég held að sé ekkert hægt að afgreiða málin með því að þetta eigi að vera annaðhvort eða. Það eru aðstæðurnar sem geta og verða auðvitað að ráða því hvað á við hverju sinni. Ég tel að löggjafarþing geti að sjálfsögðu ekki afsalað sér þeim möguleikum stundum að setja lög sem fyrst og fremst hafa áhrif á einhvern einn aðila, eitthvert eitt tiltekið svið. Það er ekki endilega vegna þess menn vilji það og telji að það eigi að vera almennt séð þannig. En þannig er það. Sett hafa verið lög um einstök fyrirbæri sem menn eru að stofna, koma á fót --- ég veit að hv. þm. hefur setið lengi í stjórn eins slíks --- ákaflega sértæk lög sem gilda um eitt tiltekið fyrirbæri á Íslandi, Landsvirkjun.