2004-05-12 00:00:19# 130. lþ. 112.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, GAK (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 130. lþ.

[24:00]

Guðjón A. Kristjánsson (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Við erum búin að vera að í nokkuð marga klukkutíma í dag eins og kom fram í máli hv. þm. Ögmundar Jónassonar. Ég sé enga sérstaka ástæðu til þess, hæstv. forseti, að það geti ekki komið fram í máli forseta hvernig á að haga fundum fram eftir nóttu. Við hljótum að eiga rétt á því að vita hvers konar vinnulag á að vera hér og að það stefni ekki í að unnið sé bara eftir hentugleikum frá klukkan tólf til klukkan sex eða átta í fyrramálið, eða hvaða plön eru fram undan? Eiga þau bara að vera hipsum happs eftir því hvernig hæstv. forseta dettur í hug að stjórna fundi?

(Forseti (BÁ): Forseti hefur engu við fyrri yfirlýsingu sína að bæta.)