Útvarpslög og samkeppnislög

Föstudaginn 14. maí 2004, kl. 11:59:38 (8174)

2004-05-14 11:59:38# 130. lþ. 115.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 130. lþ.

[11:59]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill að lyktum þessarar umræðu um fundarstjórn forseta, sem að sönnu er óvenjuleg í miðri ræðu þingmanns en helguðust af kringumstæðum og að forseti vildi gefa svigrúm til þess að menn gætu farið yfir það álitaefni, en sér út af fyrir sig ekki tilgang í því að teygja það á langinn.

Fleiri en einn og fleiri en tveir hv. þm. hafa beint spurningum til hæstv. ráðherra og óskað eftir viðveru þeirra. Stundum hefur gengið að fá þá til fundarins á tilteknum tíma, stundum ekki. Það eru engin slík tímamót núna sem gera það að verkum að kalla þurfi til sérstaks fundar formanna þingflokka, enda sér forseti ekki í augnablikinu --- með fullri virðingu fyrir þeim --- að þeir leysi úr því úrlausnarefni sem hér er til staðar.