Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Mánudaginn 17. maí 2004, kl. 16:43:14 (8412)

2004-05-17 16:43:14# 130. lþ. 118.2 fundur 997. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (verðsamráð í mjólkuriðnaði) frv. 85/2004, 1000. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (samningur um mjólkurframleiðslu 2005--2012) frv. 61/2004, DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 130. lþ.

[16:43]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. kallar eftir samkeppni í mjólkuriðnaði. Ég held að það væri mjög erfitt í mjólkurframleiðslu. Ég tel að kerfið sem er við lýði núna sé afar gott. Eins og kom fram fyrr í dag hefur orðið mikil samþjöppun. Það hefur orðið fækkun vegna þess að það hefur fengið að gerast af sjálfu sér. Markaðurinn hefur í rauninni fengið að ráða hvernig mjólkurframleiðslan hefur orðið. Þar hefur orðið frjáls sala. Einmitt það sem verið er að kalla eftir hér. Það hefur orðið frjáls sala og kaup á kvóta manna á milli. Þannig hefur þróunin komið af sjálfu sér en ekki ofan frá. En miklar kröfur eru gerðar til bænda sem framleiða mjólk. Það eru miklar hreinlætiskröfur. Það eru miklar gæðakröfur og bændur fá í rauninni greitt eftir því hvernig vöru þeir framleiða.