Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 17. maí 2004, kl. 18:01:49 (8438)

2004-05-17 18:01:49# 130. lþ. 118.1 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 130. lþ.

[18:01]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Ég skil hvað hv. þm. á við hvað þetta varðar. Það er hins vegar afskaplega erfitt, eins og kom fram í hans ræðu, að velja einhverjar aðrar dagsetningar. Reynslan hefur verið sú að það er ágætt að gera þetta á þennan hátt. Ég kynnti þetta mál fyrir Landssambandi smábátaeigenda á mánudaginn fyrir viku síðan. Það fór í ríkisstjórn daginn eftir og í þingflokka á miðvikudeginum. Ég trúi að það hafi komið inn í þingið annaðhvort á miðvikudeginum eða fimmtudeginum. Síðan var því dreift næsta dag þannig að ég held að atburðarásin og röð atburða í þessu samhengi sé alveg í samræmi við það sem ætti að vera og engin sérstök ástæða til þess að gagnrýna það á þeim grundvelli.