Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 17. maí 2004, kl. 21:07:23 (8451)

2004-05-17 21:07:23# 130. lþ. 118.1 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, GHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 130. lþ.

[21:07]

Guðjón Hjörleifsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Í þessu kerfi í dag eru 292 bátar. Það er þannig með nýliðun að aðilar eru að kaupa sóknardaga. Það er engin breyting þar á. Það verður verðmyndun líka á aflaheimildum eins og er í öðru kerfi þannig að ég sé ekki að nein breyting verði á því. Menn þurfa náttúrlega að hafa hluta af eigin fé þegar þeir fara í fjárfestingar og bakland síns banka þegar menn fjárfesta og það er grunnur að nýliðun.