Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 17. maí 2004, kl. 23:20:01 (8489)

2004-05-17 23:20:01# 130. lþ. 118.1 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 130. lþ.

[23:20]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Kannski er ástæðan komin fram nú þegar, kannski er hv. þm. þegar búinn að fá þær upplýsingar frá Færeyjum að hann telji það kerfi ekki henta hér. Þá eru það út af fyrir sig fréttir. Mér finnst samt full ástæða til að halda áfram með þetta gólf sem hv. þm. kallar svo því að ég get ekki betur séð en að því gólfi sé ætlað að hrynja niður í kjallarann eins og svona er til stofnað. Ég spyr hv. þingmann hvort honum finnist það allt í lagi líka og að það sé sambærilegt val að lenda þeim megin í því kerfi sem verið er að bjóða upp á.