Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 19. maí 2004, kl. 12:12:31 (8659)

2004-05-19 12:12:31# 130. lþ. 120.19 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 130. lþ.

[12:12]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Frú forseti. Ég hef ávallt verið í góðri trú þegar ég hef staðið að lagasetningu á Alþingi. Ég er það enn. Þar á hefur ekki orðið nein breyting. Ég vænti þess að hv. þm. Steingrímur Sigfússon hafi verið það líka. Ég trúi engu öðru upp á hann. Mér finnst engin ástæða til að væna mig um það að ég sé ekki í góðri trú.

Eins og hann sagði er eðlilegt að yfir það sé farið og það rætt, menn taki tillit til röksemda sem fram koma, fari yfir þær og athugi hvort nauðsynlegt sé að gera einhverjar lagfæringar í því ljósi. Þannig er þessu máli farið og þannig hefur það verið unnið. Það er ekkert meira um það að segja.