Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 19. maí 2004, kl. 15:14:43 (8682)

2004-05-19 15:14:43# 130. lþ. 120.19 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, SKK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 130. lþ.

[15:14]

Sigurður Kári Kristjánsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér var varpað fram yfirgripsmiklum spurningum sem ég ætla að reyna að svara á þeim 50 sekúndum sem ég hef.

Vikið var að hlutfalli heildarafla í sjávarútvegi og því að enginn einn aðili mætti eiga meira en 12% af heildarafla. Hver eru rökin fyrir því? Þau eru að tryggja dreift eignarhald eða aðgang að nytjastofnum sjávar, tryggja að enginn einn aðili eigi allan kvótann, eigi allan þorskkvótann. Höfum við frjálshyggjumenn sett okkur eitthvað upp á móti því ákvæði? (Gripið fram í: Já.) Nei, það höfum við ekki gert. Ég hef hins vegar sagt að ég mundi vilja sjá það þak hærra. (Gripið fram í.) En það er ekki þar með sagt að ég sé á móti því að dreift eignarhald á aflaheimildum sé tryggt. (KolH: En af hverju nægja 5% í fjölmiðlum?) Það eru 35%.